Innlent

Allt sem til þarf á Ísafirði

Vilji er fyrir því í bænum að fá Hafrannsóknastofnun flutta þangað.
Vilji er fyrir því í bænum að fá Hafrannsóknastofnun flutta þangað.

Ísafjörður Fram hafa komið tillögur um að fá Hafrannsóknastofnun flutta til Ísafjarðar, að sögn Sigurðar Péturssonar bæjarfulltrúa. Hann segir að ekki sé um að ræða formlegar tillögur heldur aðeins hluta þeirra hugmynda sem fram hafi komið til þess að efla starfsemi á Vestfjörðum.

„Við höfum líka alla nauðsynlega þjónustu hér: vélsmiðjur og skipaþjónustu og auk þess höfum við sjómennina," segir Sigurður.

„Umræður hafa verið um að efla rannsóknir og háskólastarfsemi. Hér væri hægt að koma á fót rannsóknamiðstöð í tengslum við háskóla í sjávarútvegsfræðum sem gæti verið mótvægi við eða starfað sem deild undir stofnuninni."



Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði segir hluta Hafrannsóknastofnunar nú þegar vera á Ísafirði. „Nú er líka verið að stækka og byggja upp miðstöð veiðarfærarannsókna þar."

Halldór segist telja heppilegra að byggja upp nýjar einingar og ráða nýtt fólk en að rífa eitthvað upp með rótum. Hann segir þó að ef ákvörðun yrði tekin um að flytja stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun frá Reykjavík myndi bærinn vilja fá þær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×