Innlent

Atli Gíslason: „Pólitísk ráðning sjálfstæðismanna"

Atli Gíslason.
Atli Gíslason.

Atli Gíslason, þingmaður VG og hæstaréttarlögmaður, segir það mjög miður að gengið hafi verið framhjá áliti dómnefndar við ráðningu héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands - eystra og Héraðsdóm Austurlands.

„Þetta er pólitísk ráðning sjálfstæðismanna," segir Atli. Hann bendir á að dómnefndin vinni afar faglega að umsögn sinni. Hún leggi mikla vinnu í að skoða bakgrunn hvers umsækjenda og meti þá út frá fjöldamörgum forsendum. „Það hefur aldrei verið gengið framhjá matsnefndinni áður og ég vona bara að þetta verði einsdæmi," segir Atli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×