Innlent

Nýju bankarnir fá 385 miljarða í eigið fé

Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að leggja til 385 milljarða króna til hinna nýju íslensku viðskiptabanka. Þetta kom fram í máli Gunnars Svavarssonar, formanns fjárlaganefndar, á Alþingi í dag.

Hann greindi frá því að fjármálaráðherra hefði komið á fund nefndarinnar í morgun til þess að greina frá þessu en fjármálaráðherra er heimilt að ráðstafa fé úr ríkissjóði og leita fyrir því samþykkis þingsins eftir á við sérstakar aðstæður. Fram kom í máli Gunnars að leitað yrði heimilda fyrir þessum fjárútlátum í fjáraukalögum þessa árs eða fjárlögum næsta ár.

Fjármálaráðuneytið leggur þannig hverjum banka til 750 milljónir í stofnhlutafé, samtals 2.350 milljónir króna. Þá fær Landsbankinn 200 milljarða króna í eigið fé, Glitnir 100 milljarða og Kaupþing 75. Þá kom fram í máli ráðherra á fundinum að ekki hefði tekið ákvörðun um að leggja sparisjóðum til fé.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×