Innlent

Útvarpsstjóri segi af sér treysti hann sér ekki í verkið

Húsfyllir var á Hótel Borg í kvöld.
Húsfyllir var á Hótel Borg í kvöld.

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn boðuðu til opins samstöðu- og aðgerðarfundar á Hótel Borg í kvöld þar sem fyrirhuguðum niðurskurði í íslenskri kvikmyndagerð var harðlega mótmælt.

Húsfyllir var á fundinum og stigu margir í pontu til að tjá sig um málið. Við lok fundar samþykktu fundarmenn með dynjandi lófaklappi ályktun þar sem niðurskurðurinn er fordæmdur. Hótanir Ríkisútvarpsins um að draga úr innkaupum á innlendu efni eru einnig fordæmdar. Ennfremur segir í ályktuninni að treysti Páll Magnússon útvarpsstjóri og aðrir stjórnendur RÚV sér ekki til að reka almannaútvarp og sjónvarp samkvæmt lagaramma og vilja eigenda þess, beri þeim að segja af sér.

Ályktunin er hér að neðan í heild sinni:

„Þessi fundur fordæmir þann ójöfnuð sem fram kemur í 35% lækkun framlaga til kvikmyndasjóða á fjárlögum 2010 sem er fordæmalaus niðurskurður í íslenskum menningariðnaði. Jafnframt fordæmir fundurinn hótanir stjórnenda RÚV um að draga verulega úr innkaupum á íslensku efni. Með slíkum aðgerðum brjóta stjórnendur þær menningarlegu og lagalegu skyldur sem þeim eru lagðar á herðar sem og óskir eigenda sina og áhorfenda sem vilja vandað íslenskt efni. Treysti stjórnendur RÚV sér ekki til að reka almannaútvarp og sjónvarp samkvæmt lagaramma og vilja þjóðarinnar, þá ber Páli Magnússyni og öðrum yfirmönnum RÚV að segja af sér."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×