Innlent

Átján þúsund manns í Hljómskálagarðinum

Frá Hljómskálagarðinum fyrir skömmu.
Frá Hljómskálagarðinum fyrir skömmu. mynd/Eydís Ögn Úffadóttir
Gríðarleg stemning er nú á tónleikum Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum. Talið er að um 18 þúsund manns séu nú saman komin til að hlusta á hljómsveitina sem heillað hefur Íslendinga og Bandaríkjamenn síðustu mánuði.

Mammú og Lay Low hita upp fyrir Of Monsters and Men í kvöld. Talið er að sveitin muni stíga á svið klukkan 21:00.

Þetta eru einu tónleikar hljómsveitarinnar á Íslandi í sumar. Á mánudaginn leggur sveitin síðan í tveggja og hálfs mánaðar tónleikaferðalag — þau munu spila í Ástralíu, víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×