Fréttir

„Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur.

Innlent

Rannsaka enn hvort þrjótar hafi komist yfir gögn Brimborgar

Starfsemi bílaumboðsins Brimborgar og tengdra fyrirtækja komst aftur í gang í dag eftir að netárás stöðvaði hana í hátt í tvo sólarhringa. Forstjóri fyrirtækisins segir að tekist hafi að endurheimta öll gögn en sérfræðingar kanni enn hvort að þrjótarnir hafi komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina.

Innlent

Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum

Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar.

Innlent

Arn­hildur verð­launuð fyrir frum­leika í mann­virkja­gerð

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hefur hlotið viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, færði Arnhildi viðurkenninguna á húsnæðisþingi í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð í tengslum við húsnæðisþing.

Innlent

„Það er allt í lagi“

Myndband, sem talið er eitt það síðasta sem tekið var af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prígóshín var birt í gær. Það mun hafa verið tekið upp í Afríku nokkrum dögum áður en hann dó og ræddi hann meðal annars það að fólk hefði áhyggjur af honum og öryggi hans.

Erlent

Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju

Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður.

Innlent

Mögu­leg snið­ganga Hollywood hræsni í augum Vil­hjálms

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands.

Innlent

Dagskrá riðlast vegna seinkunar á flugi

Flugi Icelandair frá Reykjavík til Egilsstaða seinkaði um eina og hálfa klukkustund í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru um borð en sumarfundur ríkisstjórnarinnar fer fram á Egilsstöðum í dag. Reiknað er með því að matvælaráðherra tilkynni um ákvörðun sína varðandi hvalveiðar á fundinum.

Innlent

Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir far­aldurinn

Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar.

Innlent

Borgarlína sé öllum fyrir bestu

Tveir erlendir sérfræðingar í borgarskipulagi segjast sammála um það að Borgarlína sé frábært tækifæri fyrir Reykvíkinga að hætta að vera svona háðir einkabílnum. Gera þurfi þó almenningssamgöngur meira aðlaðandi.

Innlent

Ís­lenskir skáta­foringjar fá hjálp eftir gríðar­lega erfiða Kóreu­ferð

Bandalag íslenskra skáta vinnur nú að því að veita fararstjórum og foringjum sem fóru á Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði, ásamt stórum hópi ungra skáta, aðstoð og hjálp. Þeir voru settir í mjög erfiðar aðstæður, en skipulag mótsins var ekki með besta móti, og þar að auki var veðrið í Kóreu mjög erfitt viðureignar.

Innlent

Nemendur læra um nærumhverfi sitt í Snæfellsbæ

Mikið er lagt upp úr því í Grunnskóla Snæfellsbæjar að nemendur þekki sitt nánasta umhverfi og því er sérstök kennsla í átthagafræði þar sem farið er með nemendur í vettvangsferðir um sitt nærumhverfi. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta árið fyrir verkefnið.

Innlent

„Er það ósk allra að heil­brigðis­­starfs­­fólk fari í gegnum svona ferli?“

Ásta Kristín Andrés­dóttir, með­stjórnandi Heilsu­hags, vill vekja fólk til um­hugsunar um það hve flókin at­vik geta verið sem upp koma á spítala og að yfir­leitt sé aldrei neinum einum um að kenna. Hún kallar eftir breytingum á verk­ferlum lög­reglu í slíkum málum og vill að hlut­laus nefnd fari yfir slík mál áður en lög­regla taki þau til rann­sóknar.

Innlent

Fraus aftur í miðri setningu

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi.

Erlent

„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“

Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax.

Innlent

Segir Vinstri græn hafa gert brott­hvarf sitt að skil­yrði

Jón Gunnars­son, fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra, segir að þing­menn og ráð­herrar Vinstri grænna hafi gert kröfu um það að hann viki úr ríkis­stjórn gegn því að verja hann gegn van­trausts­til­lögu sem lögð var fram á þingi í vor. Hann segist ekki ætla að vera með­sekur með Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra í hval­veiði­málinu og telur hana hafa gerst brot­lega við lög.

Innlent