Skoðun

Við ætlum að halda áfram

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk.

Skoðun

Tryggjum gæði skimana!

Elín Sandra Skúladóttir skrifar

Allar konur á aldursbilinu 23 ára til 65 ára eru boðaðar í leghálskrabbameinsleit af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru það um 27.000 konur og frumurannsóknarstofa Leitarstöðvarinnar skoðar árlega 25.000 til 30.000 leghálssýni.

Skoðun

Verð­munur á makríl

Svanur Guðmundsson skrifar

Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi.

Skoðun

Hvað ertu til­búin/n að greiða fyrir æru þína?

Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar

Netið og samfélagsmiðlar hafa haft miklar breytingar í för með sér fyrir samfélagið allt og þróun lýðræðislegrar umræðu. Þrátt fyrir að netinu fylgi margar jákvæðar breytingar getur umfjöllun og ummæli um einstaklinga verið óvægin.

Skoðun

Hvað kostar gjald­frjáls grunn­menntun í raun?

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Við lifum á viðsjárverðum tímum og víða kreppir að í samfélaginu. Flest erum við sammála um að mikilvægast sé að standa vörð um grunnstoðir samfélagsins og að áhersla sé lögð á að halda daglegu lífi gangandi.

Skoðun

Innan­tóm lof­orð

Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

„Borgin skal rekin með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Skuldir skulu greiddar niður meðan efnahagsástandið er gott.” Svona hljóðar byrjunin á sjötta kafla meirihlutasáttmála borgarstjórnar sem ber heitið Fjármál og rekstur

Skoðun

Sæ­strengur í ó­skilum

Starri Reynisson skrifar

Síðasta sumar komst fátt annað en þriðji orkupakkinn að í stjórnmálaumræðunni hér á landi. Umræðan var bæði löng og hávær, endalaus uppspretta gífuryrða, dylgja og samsæriskenninga.

Skoðun

Opið bréf til KSÍ!

Stuðningsfólk frjálsrar Palestínu og aðgerðarsinnar BDS á Íslandi skrifar

Kæra stjórn KSÍ, þann 30. júní s.l. sendum við hjá BDS Ísland ykkur bréf vegna samnings ykkar við íþróttavöruframleiðandann Puma sem tók gildi 1. júlí s.l. Okkur tókst ekki að ná eyrum ykkar með því bréfi og reynum því aftur – nú með opnu bréfi.

Skoðun

Að fórna flug­freyjum fyrir Flug­leiðir

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin virtist ekki æst í að koma Icelandair til hjálpar í upphafi yfirstandandi þrenginga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hreint út að ef björgunartilraunir myndu mistakast þyrfti einfaldlega að stofna nýtt félag.

Skoðun

Stöndum vörð um fjöl­skyldur lang­veikra barna

Árný Ingvarsdóttir skrifar

Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar eins og heimsbyggðin öll kynnst því hvaða áhrif viðvarandi heilsufarsleg ógn hefur á athafnir, líðan og afkomu. Óvissan er mörgum óbærileg og enginn veit hvað gerist næst.

Skoðun

Brot­hættar byggðir – full nei­kvætt heiti á verk­efni

Hjalti Þórðarson skrifar

Landsbyggðarmál og landsbyggðin almennt eru stundum til umræðu. Því miður virðist það þó vera svo að lítill áhugi sé á alvöru uppbyggilegri stefnu sem heldur milli kosninga óháð pólítískum átakalínum og getur þar með verið við líði árum og áratugum saman.

Skoðun

Hvað varð um nor­ræna traustið?

Hópur formanna norrænu félaganna á Norðurlöndunum skrifar

Kórónaveirufaraldurinn hefur virkað sem vekjaraklukka á norræna samvinnu. Á óvissutímum er það venja að hver og einn lítur sjálfum sér næst og hefur veikleiki norrænnar samvinnu kristallast í skorti á samræmdum aðgerðum stjórnvalda. En þetta er ekki í fyrsta skipti því það var einnig raunin í flóttamannakrísunni haustið 2015.

Skoðun

Hvað er málið með stjórnarskrána?

Bergljót Gunnlaugsdóttir skrifar

„Á Íslandi er lýðræði“ og þar með er málið afgreitt og þarf ekki að ræða frekar, meirihlutinn ræður – eða er það ekki annars? Vangaveltur fagfólks, umræða og nánari skoðanir hafa leitt í ljós að þetta er hreint ekki alveg svona einfalt og vaxandi fjöldi fólks er orðin efins, ekki síst vegna aukinnar misskiptingar, ójafnræðis og forgangsröðunar sem augljóslega geta ekki talist til hagsbóta fyrir meirihlutann.

Skoðun

Að pissa í skó komandi kynslóða

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar

Flest af minni kynslóð kannast við loftslagskvíða. Hvernig er annað hægt þegar fréttir og umræða um loftslagsvísindi sýna að áhrif loftslagsbreytinga eru orðin daglegt brauð víða um heim — án þess að þær teljist til forsíðufrétta á einum einasta miðli. 

Skoðun

Ögrandi, rót­tæk og skrefi á undan

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar

Samfylkingin var stofnuð í kringum það markmið að sameina vinstrisinnað fólk í baráttunni fyrir kerfislægum breytingum á íslensku samfélagi. Á 20. afmælisári sínu heldur hún áfram að vera raunhæfasti farkosturinn til að sigla því markmiði í höfn.

Skoðun

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Jón Pétur Jónsson skrifar

Á undangengnum mánuðum hafa íbúar á Suðurnesjum hrokkið reglulega upp vegna jarðskjálftahrinu sem á upptök sín í námunda við Þorbjörn.

Skoðun

Skóla­byrjun á skrýtnum tímum

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Vanalega fylgja skólabyrjun ýmsar tilfinningar og oftar en ekki tilhlökkun. Ný árstíð, nýtt upphaf. En eins og við öll vitum geta líka fylgt blendnar tilfinningar, kvíði og óvissa.

Skoðun

Að vaxa út úr kreppu

Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum.

Skoðun

Breytum til hins betra

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir skrifar

Stundum stöndum við frammi fyrir vanda sem er svo stór að við vitum ekki hvernig hægt er að vinna á honum.

Skoðun

Að fá sorgina í heimsókn

Arnar Sveinn Geirsson skrifar

Ég átti afmæli í gær – 29 ára gamall og lífið rétt að taka af stað, að mér finnst í það minnsta. Á afmælisdeginum fer ég oft yfir það hvar ég er staddur og þá sérstaklega andlega.

Skoðun

Allt er breytingum háð

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Börnin eru að hefja nám í nýjum skólum þessa dagana. Nýtt umhverfi, nýir kennarar, nýir skólafélagar.

Skoðun

Breytt heimsmynd

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir því fyrir sex mánuðum að Covid-19 veiran var komin inn í landið. Þá einhenti þjóðin sér eftir ráðleggingum þríeykisins og ákvörðun stjórnvalda að komast í gegnum þann „skafl, fár“ sem við okkur blasti. Síðan myndi „eðlilegt“ líf taka við.

Skoðun

„Smá“virkjanir, mögu­leg lýðheilsuógn!

Pétur Heimisson skrifar

Heilsa einstaklinga og samfélaga þ.e. lýðheilsa eru margslungin fyrirbæri og háð mörgu. Heilbrigðisþjónusta er talin eiga að hámarki 20% lýðheilsunnar en 80% hennar má rekja til annars. Meðfylgjandi mynd sýnir það sem kallast áhrifaþættir heilsu.

Skoðun