Innlent

Ferðast um með risavaxna Angry Birds braut

Tölvuleikurinn Angry Birds nýtur mikilla vinsælda en hægt er að spila hann í farsímum og á netinu. Ákveðið var að efna til Íslandsmóts í leiknum í sumar og af því tilefni var sett saman Angry Birds braut í fullri stærð. Brautin er til gamans en sjálf keppnin fer fram í í gegnum síma. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni má sjá þegar brautin var búin til.

Íslandsmótið hófst um síðustu helgi í Smáralind og tóku rúmlega 200 manns þátt. Um er að ræða undankeppni og fara fleiri slíkar fram á næstu dögum, meðal annars á Akranes og Akureyri. Tveir stigahæstu eftir hvern dag komast síðan í úrslitakeppnina sem haldin verður í Smáralind þann 21. júlí.

Íslandsmótið er samstarfsverkefni Hátækni og Vodafone. Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, hjá Vodafone, segir að hin góða þátttaka um síðustu helgi hafi komið skemmtilega á óvart. Á sambærilegu móti í Danmörku tóku um 500 manns þátt. „Þannig við erum langt komin með að slá þá út bara eftir fyrstu helgina. Þetta er mjög skemmtilegt því þetta er fyrir fólk á öllum aldri og við höfum tekið á móti ungum jafnt sem öldnum og allir skemmt sér mjög vel."

Frekari upplýsingar um Íslandsmótið í Angry Birds er hægt að nálgast hér.

Hér er síðan hægt að sjá þegar brautin var búin til og sett saman í fyrsta sinn.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×