Innlent

Fleiri fóstureyðingar eftir hrun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fóstureyðingum og ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað frá því eftir hrun.
Fóstureyðingum og ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað frá því eftir hrun. mynd/Vilhelm Gunnarsson
Fóstureyðingum hefur fjölgað frá því eftir hrun. Á hverju ári voru framkvæmdar um eða undir 900 fóstureyðingar á ári fyrir hrun. Þetta kemur fram í frétt Rúv.

Árið 2012 voru framkvæmdar 980 fóstureyðingar. Fóstureyðingum fjölgaði talsvert árið 2008 þegar framkvæmdar voru 959 fóstureyðingar en árið á undan voru þær 905 talsins.

Á sama tíma hefur ófjórsemisaðgerðum fjöldað. Árið 2012 voru 606 ófrjósemisaðgerðir framkvæmdar á Íslandi en árið 2007 voru þær 496.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×