Tíska og hönnun

Vogue og Elle boða komu sína á RFF

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fjöldi virtra blaðamanna, bloggara og stílista í tískuheiminum hafa boðað komu sína á Reykjavík Fashion Festival í mars. Þar á meðal eru Beatrice Luise Graf, tískuritstjóri þýska Vogue, Hermine Coyet Ohlén, ristjóri sænska ELLE og Signy Fardal, ritstjóri norska ELLE.

RFF verður haldin í fjórða sinn dagana 14. – 16. mars. Hátíðin er haldin til að koma rjóma íslenskrar fatahönnnunar á framfæri bæði hér heima og á erlendri grundu. Þeir hönnuðir sem taka þátt í ár eru Andersen & Lauth, Ellla, Farmers Market, Huginn Muninn, Jör by Guðumundur Jörundsson, Mundi og 66 º norður, Rey og Ýr. Það verður spennandi að sjá hvort hönnun þeirra mun rata á síður erlendra tískutímarita í kjölfar RFF.

Andersen & Lauth verða meðal þeirra hönnuða sem sýna á RFF í ár.
Ofurfyrirsætan Constance Jablonski prýðir forsíðu febrúarheftis þýska Vogue.
RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×