Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Allt stefnir í að aldrei hafi verið tekin fleiri sýni vegna kórónuveirunnar í dag. Talsvert af fólki er með einkenni sem gæti tengst árstíðabundnum pestum og margir vilja komast í sýnatökum eftir samskipti við einhvern í sóttkví. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi. Rætt verður við aðstoðaryfirlögregluþjón stoðdeildar ríkislögreglustjóra sem telur öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið.

Í kvöldfréttum sláumst við einnig í för með smalamönnum á Landmannaafrétti sem eru við fjárleitir í hríðarbyljum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×