Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, eftir að viðræður stéttarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sigldu í strand. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma.

Við komumst að því hver uppruni Íslendinga er og fjöllum um nýlegar rannsóknir á upprunanum sem kynntar voru á fundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag.

Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir samdar af gervigreindarforriti. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en slík tilfelli færast nú í aukana. Líta verði á þessa tæknibyltingu sem tækifæri til að leggja meiri áherslu á félagslega þáttinn.

Nýtt hótel á Landssímareitnum svokallaða við Austurvöll var opnað fyrir skemmstu og benda spár til þess að það verði nóg að gera. Bókunarstaða hótela fyrir sumarið lofar mjög góðu, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu.

Þá förum við yfir stöðuna í Súdan, verðum í beinni útsendingu frá alþjóðlega diskósúpudeginum og heyrum í bændum sem eru áhugasamir um að stórefla kornrækt á Suðurlandi.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×