Erlent

Sagrada Famili­a verði loks til­búin árið 2034

Atli Ísleifsson skrifar
Framkvæmdir við smíði Sagrada Familia hófust árið 1882.
Framkvæmdir við smíði Sagrada Familia hófust árið 1882. Getty

Stefnt er að því að smíði við eins helsta kennileitis Barcelona-borgar, kirkjunnar Sagrada Familia, verði lokið árið 2026. Þó er búist við að önnur átta ár muni taka að ljúka við gerð stytta og stærðarinnar og umdeildra trappa við kirkjuna. Þannig verði framkvæmdum endanlega lokið árið 2034.

Esteve Camps, forseti stofnunarinnar sem heldur utan um framkvæmdir kirkjunnar, segir tilkynnti í gær að stefnt sé að því að ljúka framkvæmdum árið 2026, eða hundrað árum eftir dauða Antoni Gaudi, arkitekts kirkjunnar. Takist þetta mun framkvæmdum ljúka 144 árum eftir að þær hófst.

Camps sagði að búið sé að tryggja nægilegt fjármagn og byggingarefni til að ljúka framkvæmdum, þar með talið smíði 172,5 metra turns sem tileinkaður verður Jesú kristi, sem mun gera kirkjuna að hæstu byggingu Barcelona-borgar.

Camps segir að þó að byggingarframkvæmdum muni ljúka árið 2026 mun vinna við styttur og skreytingar, auk umdeildra trappa, halda áfram til ársins 2034, að því er segir í frétt Guardian.

Þegar framkvæmdir hófust við gerð kirkjunnar árið 1882 var akur allt í kring en borgin hefur svo byggst upp á svæðinu. Gerð trappanna sem eiga að leiða upp að kirkjunni mun hafa talsverð á byggingar í kring og er talið að rífa þurfi einhverjar þeirra til að koma tröppunum fyrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×