Íslenski boltinn

Finnur Arnar fyrir pressunni? „Þjálfari fé­lags sem svífst einskis til að ná árangri“

Aron Guðmundsson skrifar
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir fyrsta tap liðsins á tímabilinu gegn Stjörnunni á föstudaginn síðastliðinn.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir fyrsta tap liðsins á tímabilinu gegn Stjörnunni á föstudaginn síðastliðinn. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Valur tapaði fyrir Stjörnunni í fyrsta leik 3.um­ferðar Bestu deildar karla síðast­liðið föstu­dags­kvöld og sitja Vals­menn því að­eins með fjögur stig af níu mögu­legum eftir fyrstu þrjá leiki sína á yfir­standandi tíma­bili. Arnar Grétars­son, þjálfari liðsins, virtist illa fyrir kallaður í við­tölum eftir leik og var staða hans til um­ræðu í upp­gjörs­þættinum Stúkan á Stöð 2 Sport í gær.

„Hann er þjálfari hjá fé­lagi sem svífst einskis til að ná árangri. Þeir ætla að vinna og verða Ís­lands­meistarar,“ sagði um­sjónar­maður Stúkunnar, Guð­mundur Bene­dikts­son, er hann hóf um­ræðuna um sam­starf Arnars og Vals. „Þeir eru til­búnir að ná í þá leik­menn sem þeir telja að þeir þurfi. Það er engu til sparað til þess að gera það.

Arnar var illa fyrir kallaður í við­tölum eftir leik. Hann var pirraður, sem er eðli­legt. Þeir töpuðu leiknum. Hann var pirraður yfir því að tvo leiki í röð var hans lið ekki búið að gera það sem að þeir vilja gera. Er Arnar að finna fyrir pressunni sem þjálfari Vals?” spurði Guð­mundur Bene­dikts­son og beindi spurningunni til sér­fræðinganna í setti, Baldurs Sigurðs­sonar og Atla Viðars Björns­sonar.

„Já. Ég held að það út­skýri hvernig hann svarar þessu,“ svaraði Baldur Sigurðs­son. „Það hvernig hann kemur út úr þessum við­tölum litist af því að hann sé undir pressu. Þetta hefur á­hrif. Um­ræðan hefur á­hrif. Þetta hefur á­hrif inn í hópinn og smitast þá ein­hver pressa inn í hópinn? Hann þarf bara að læra af þessu.“

Atli Viðar var að ó­sam­mála greiningu kollega síns og sagði sína til­finningu þá að Arnar væri bara fyrst og fremst pirraður yfir því að tapa um­ræddum leik gegn Stjörnunni.

„Það var hasar þarna síðustu mínúturnar. Það eru allir þjálfarar undir pressu. Flest allir þjálfarar eru pirraðir eftir að hafa tapað leik. Ég er ekki viss um að ég sé sam­mála því að pressan sé að ná til hans.“

Umræðuna um Arnar Grétarsson og Val í Stúkunni má sjá hér fyrir neðan: 

Klippa: Stúkan: Finnur Arnar fyrir pressunni hjá Val?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×