Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Bjarki Sigurðsson skrifar 14. maí 2025 21:09 Tékkinn Adonxs gæti þurft að bæta sig fyrir seinni undankeppni Eurovision á morgun, en hann hefur fallið verulega í veðbönkum. Getty/Jens Büttner Miklar sviptingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli í seinni undankeppni Eurovision í kvöld. Ísrael er nú spáð sigri í riðlinum og fimm ríki eru talin berjast um síðasta lausa sætið í úrslitunum. Veðbankar ná sjaldnast að spá rétt fyrir um öll tíu löndin sem komast áfram í úrslitin á undankvöldum Eurovision. Þeir gefa þó ágætis mynd á hvernig landið liggur í þessum málum. Í gær komust tvö ríki áfram sem spáð var að myndu sitja eftir, Ísland og Portúgal. Eftir sátu Kýpur og Belgía sem voru talin eiga greiða leið í úrslitin. Belgíu var meira að segja um tíma spáð sigri í keppninni. Til að bæta gráu ofan á svart hjá belgíska söngvaranum, þá átti hann afmæli í gær. Þetta var sögulegur undanriðill því aldrei hafa veðbankar haft jafn rangt fyrir sér og þegar kom að Portúgal. Þegar öll atriði höfðu stigið á svið var Portúgal sagt eiga fjórtán prósent líkur á að komast áfram. Aldrei nokkurn tímann hefur ríki verið talið eiga jafn litlar líkur á að komast áfram, og komist svo í úrslitin. Það kom mörgum á óvart að portúgalska atriðið hafi komist áfram í gær, þar á meðal fréttamanni. Getty/Harold Cunningham Á morgun fer svo seinni undanriðillinn fram og þar er spennan talin enn meiri en var í gær. Þrjú ríki fljúga í gegn, það eru Ísrael, Austurríki og Finnland. Eftir dómararennslið í kvöld er Ísrael talið sigra riðilinn, þó svo að Austurríki sé enn sagt sigurstranglegra á lokakvöldinu. Malta, Ástralía og Litáen ættu einnig að fara þægilega í gegnum þetta, en Tékkland hefur fallið verulega. Hann er þó ekki kominn á hættusvæði, en það er enn sólarhringur til stefnu og margt gæti breyst. Hin maltneska Miriana Conte hefur fallið lítillega í veðbönkum en ætti þó að fara auðveldlega inn í úrslitin.Getty/Jens Büttner Þar fyrir neðan koma Grikkland og Lúxemborg, en sú lúxemborgska er á ágætis flugi, og er mjög vinsæl meðal blaðamanna hér í Basel. Svo er það spennan, því búið er að nefna níu atriði, og sjö eftir í pottinum. Lettland, Serbía og Írland eru sögð ansi jöfn, en serbneska atriðið hefur fallið niður veðbanka síðustu daga og er í frjálsu falli líkt og Tékkinn. Lettinn hefur styrkt stöðu sína verulega eftir rennslið og er talið líklegra til að komast áfram en hin tvö. Hin norska Emmy keppir fyrir hönd Íra í ár.Getty/Jens Büttner Armenar og Danir eru svo skörinni neðar, með svipaðar líkur og Ísland var talið eiga í gær. Danir eiga því enn séns á að komast í úrslit Eurovision í fyrsta sinn síðan árið 2019. Georgía og Svartfjallaland reka svo lestina og komist annað þeirra áfram myndi það slá met Portúgalanna sem ég nefndi hér fyrr í fréttinni. Fréttastofa verður með beina vakt frá þessu seinna undankvöldi hér á Vísi annað kvöld. Eurovision Sviss Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Veðbankar ná sjaldnast að spá rétt fyrir um öll tíu löndin sem komast áfram í úrslitin á undankvöldum Eurovision. Þeir gefa þó ágætis mynd á hvernig landið liggur í þessum málum. Í gær komust tvö ríki áfram sem spáð var að myndu sitja eftir, Ísland og Portúgal. Eftir sátu Kýpur og Belgía sem voru talin eiga greiða leið í úrslitin. Belgíu var meira að segja um tíma spáð sigri í keppninni. Til að bæta gráu ofan á svart hjá belgíska söngvaranum, þá átti hann afmæli í gær. Þetta var sögulegur undanriðill því aldrei hafa veðbankar haft jafn rangt fyrir sér og þegar kom að Portúgal. Þegar öll atriði höfðu stigið á svið var Portúgal sagt eiga fjórtán prósent líkur á að komast áfram. Aldrei nokkurn tímann hefur ríki verið talið eiga jafn litlar líkur á að komast áfram, og komist svo í úrslitin. Það kom mörgum á óvart að portúgalska atriðið hafi komist áfram í gær, þar á meðal fréttamanni. Getty/Harold Cunningham Á morgun fer svo seinni undanriðillinn fram og þar er spennan talin enn meiri en var í gær. Þrjú ríki fljúga í gegn, það eru Ísrael, Austurríki og Finnland. Eftir dómararennslið í kvöld er Ísrael talið sigra riðilinn, þó svo að Austurríki sé enn sagt sigurstranglegra á lokakvöldinu. Malta, Ástralía og Litáen ættu einnig að fara þægilega í gegnum þetta, en Tékkland hefur fallið verulega. Hann er þó ekki kominn á hættusvæði, en það er enn sólarhringur til stefnu og margt gæti breyst. Hin maltneska Miriana Conte hefur fallið lítillega í veðbönkum en ætti þó að fara auðveldlega inn í úrslitin.Getty/Jens Büttner Þar fyrir neðan koma Grikkland og Lúxemborg, en sú lúxemborgska er á ágætis flugi, og er mjög vinsæl meðal blaðamanna hér í Basel. Svo er það spennan, því búið er að nefna níu atriði, og sjö eftir í pottinum. Lettland, Serbía og Írland eru sögð ansi jöfn, en serbneska atriðið hefur fallið niður veðbanka síðustu daga og er í frjálsu falli líkt og Tékkinn. Lettinn hefur styrkt stöðu sína verulega eftir rennslið og er talið líklegra til að komast áfram en hin tvö. Hin norska Emmy keppir fyrir hönd Íra í ár.Getty/Jens Büttner Armenar og Danir eru svo skörinni neðar, með svipaðar líkur og Ísland var talið eiga í gær. Danir eiga því enn séns á að komast í úrslit Eurovision í fyrsta sinn síðan árið 2019. Georgía og Svartfjallaland reka svo lestina og komist annað þeirra áfram myndi það slá met Portúgalanna sem ég nefndi hér fyrr í fréttinni. Fréttastofa verður með beina vakt frá þessu seinna undankvöldi hér á Vísi annað kvöld.
Eurovision Sviss Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira