Sport

Grét af gleði er hann fékk miða á leik með uppáhaldsliðinu | Myndband

Pabbinn átti erfitt með að hemja tárin.
Pabbinn átti erfitt með að hemja tárin.
Hjartnæm stund átti sér stað í Bandaríkjunum um síðustu helgi er sonur ákvað að gleðja föður sinn. Sá hafði aldrei séð uppáhaldsliðið sitt í NFL-deildinni spila.

Kallinn heldur með liði Cincinnati Bengals og hefur gert í 40 ár. Hann hefur ekki einu sinni farið á leik í NFL-deildinni þrátt fyrir mikinn áhuga á íþróttinni.

Sonurinn byrjaði á því að klæða pabbann upp í Bengals-búning sem var áritaður af Andy Dalton, leikstjórnanda Bengals.

Svo gaf hann honum miða á leikinn, flugmiða og hótel. Fjölskyldan var þess utan búin að fá frí fyrir pabbann í vinnunni á mánudeginum en pabbinn býr í Connecticut-fylki.

Pabbinn var hreinlega orðlaus og grét af gleði yfir þessu örlæti sonarins. "Ég hef aldrei einu sinni haldið á miða á Bengals-leik áður," sagði hann þakklátur við soninn.

Feðgarnir ætla á leik Bengals gegn NY Jets þann 27. október næstkomandi.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×