Innlent

Hlúa að farþegum rútunnar

Unnið er að því að ná rútunni upp úr ánni.
Unnið er að því að ná rútunni upp úr ánni. Mynd/Þórir N.Kjartansson
Læknir, lögregla og björgunarsveitarmenn hlúa nú að farþegum rútunnar sem sökk í Múlakvísl um tvöleytið í dag. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögreglumaður á Hvolsvelli segir marga samliggjandi þætti líkast til hafa valdið óhappinu.

„Vaðið breytist á 10 mínútna fresti og þarna gerðist eitthvað sem varð til þess að rútan stoppaði." segir Sveinn en hann telur dýpið líkast til hafa stöðvað rútuna, auk þess sem þarna sé einnig gríðarlegur aur sem geri yfirferð torvelda.

Sveinn segir farþega rútunnar hafa það eftir atvikum gott. Þau hafi blotnað við að klifra upp á þakið, en hann sagðist ekki vænta þess að nokkur hefði lent í ánni. Samkvæmt fréttatilkynningu frá almannavörnum voru 17 manns um borð í rútunni, en flestir farþeganna voru erlendir ferðamenn.

Enn var verið að vinna að því að ná rútunni upp úr ánni þegar fréttastofa ræddi við Svein, en hann segir ákvörðun um áframhaldandi selflutninga vera í höndum vegagerðar í samráði við lögreglu og almannavarnir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×