Innlent

Laun ríkisstarfsmanna stefna fimm milljarða fram úr áætlun

Ásbjörn Óttarsson vakti athygli á málinu á Alþingi í gær
Ásbjörn Óttarsson vakti athygli á málinu á Alþingi í gær Mynd: Pjetur
Launagreiðslur til ríkisstarfsmanna fóru 1.240 milljónir króna fram úr áætlunum á fyrstu þremur mánuðum ársins og með sama áframhaldi fara þær fimm milljarða umfram fjárlög á árinu. Ráðamenn ríkisstjórnarinnar segjast fylgja stefnu um ítrasta aðhald og sparnað. Þau áform virðast hins vegar ekki ætla að ná fram að ganga gagnvart launaútgjöldum en Ásbjörn Óttarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á þessu á Alþingi í gær:

"Á fyrstu þremur mánuðum ársins eru launagreiðslur ríkissjóðs komnar 1.240 milljónir fram úr áætlun sem þýðir að það eru rúmir 5 milljarðar á ári ef svo heldur áfram sem horfir," sagði Ásbjörn.

"Ég set mikið spurningarmerki við þetta vegna þess að engin laun hafa verið hækkuð í landinu og ef niðurstaðan verður að launagreiðslur ríkisins fari rúmlega 5 milljarða fram úr áætlun sé ég ekki hvernig í ósköpunum við eigum nokkurn tímann að ná jöfnuði í ríkisfjármálum," sagði þingmaðurinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×