Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Alíslenskt undanúrslitakvöld

Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, "Fósturjörð“, er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur.

Lífið
Fréttamynd

Sökuð um svindl í Eurovision

"Við þurfum svo sem enga bakraddasöngvara. Ég er til dæmis svo kröftugur að ég gæti tekið þetta einn. Þótt þetta séu toppmenn í húsbandinu var þetta óþarfi og hugsað sem alger uppfylling,“ segir Egill Einarsson,

Lífið
Fréttamynd

Haffi, Gröndal og jötnarnir

Áfram heldur Eurovisionmaraþonið í Laugardagslögum Rúv. Í kvöld er komið að fjórða og síðasta undanúrslitakvöldið og að því yfirstöðnu verður loksins ljóst hvaða átta lög keppa til sigurs á stóra úrslitakvöldinu 23. febrúar.

Tónlist
Fréttamynd

Hver fer til Belgrad?

Það kemur í ljós laugardagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Belgrad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og það eru enn sjö þættir eftir. Fyrirkomulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref.

Lífið
Fréttamynd

Waterloo besta Eurovision-lagið

Lagið Waterloo, sem hljómsveitin Abba flutti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1974, var í gærkvöld valið Eurovision-lag allra tíma á hátíð, sem haldin var í Kaupmannahöfn en Eurovision hefur nú verið haldið 50 sinnum.

Tónlist
Fréttamynd

Bestu lögin koma á plötu

Sjónvarpið hefur falið fyrirtækinu BaseCamp að sjá um framkvæmd forkeppni Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva hér heima á næsta ári. Frestur til að skila inn lögum rennur út 18. næsta mánaðar, en skilyrði er að texti sé á íslensku, auk þess sem lagið má ekki vera lengra en þrjá mínútur. >

Innlent
Fréttamynd

Um 24 lög í forkeppni Eurovision

Sjónvarpið stefnir að því að 24 lög taki þátt í forkeppni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Jóhanna Jóhannsdóttir, aðstoðardeildarstjóri í innlendri dagskrárdeild hjá Ríkisútvarpinu, segir ekki fullmótað með hvaða hætti keppnin verði.

Innlent
Fréttamynd

Björgvin í sigursæti í Ástralíu

Björgvin Björgvinsson sigraði í svigkeppni í Ástralíu í morgun. Sindri Már Pálsson varð sjöundi og Kristinn Ingi Valsson áttundi. Kristján Uni Óskarsson keyrði út úr brautinni í seinni ferðinni. Björgvin Björgvinsson hefur forystu í stigakeppni þessa móts en þarna keppa skíðamenn aðallega frá Nýja Sjálandi og Ástralíu.

Innlent
Fréttamynd

Hálftóm tíu þúsund manna höll?

Keppnishaldarar segja að uppselt sé á undanúrslitakvöld Eurovision, en það sögðu þeir einnig fyrir generalprufuna í gærkvöldi, en þá var höllin tóm. Það var afar slæmt fyrir Svíana sem sjá um útsendinguna, því upptaka af rennslinu í gærkvöld verður látin rúlla með undanúrslitum í kvöld og gripið til hennar í öllum evrópulöndunum ef bein útsending rofnar.

Innlent
Fréttamynd

Selma fellur í veðbönkum

Samkvæmt enskum veðbönkum fellur íslenska lagið á listanum yfir líklegustu sigurvegara í úrslitakeppninni á laugardag. Það fer úr fjórða sæti niður í það sjötta. Ísland er þó enn í þriðja sæti á lista yfir liðin í forkeppninni í kvöld á eftir Noregi og Ungverjalandi.

Innlent
Fréttamynd

Eurovision draumurinn úti

Íslendingar komust ekki áfram í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Undanúrslitin  fóru fram í Kænugarði í Úkraínu í kvöld og komst Selma Björnsdóttir vel frá flutningi sínum. Allt kom fyrir ekki, evrópskum sjónvarpsáhorfendum þótti önnur lög betri og veittu Selmu og félögum því ekki brautargengi.

Innlent
Fréttamynd

Segja söng Selmu ábótavant

Það eru margir vefir sem fjalla einungis um Eurovision og er haldið úti, oft á tíðum af sjúklegum aðdáendum þessarar keppni. Einn þeirra heitir doteurovision.com. Í umfjöllun þeirra um Selmu á æfingum í gær kemur fram að þar fari greinilega atvinnumaður í greininni, en það vanti aðeins uppá í söngnum.

Innlent
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 9 - Hettan farin

Þriðja rennslinu lokið, en ég horfði á það á sjónvarpsskjá í blaðamannatjaldinu. Búningurinn er eins nema að hettan í upphafinu er farin. Það er skemmst frá því að segja að þetta er besta frammistaða Selmu hér í Kænugarði og ef fer sem horfir þurfum við engar áhyggjur að hafa af frammistöðu hennar í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 9 - Draumurinn búinn

Það fór þá svo að aðvörunarorð Selmu áttu fullkomlega rétt á sér og það er ekki laust við að ég finni til samúðar í hennar garð því hún gaf allt í þetta. Margra mánaða vinna að baki, lagið mun betra en einhver þeirra sem komust áfram og get ég meðal annars nefnt Makedóníu, en svona er þetta.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 8 - Framhald

Jæja nú er Selma að stíga á svið í öðru rennsli dagsins, síðasta dag fyrir forkeppnina. Og við horfum og hlustum. Búningurinn er sá sami, en hettan fýkur af nánast um leið og miðað við myndatöku kvöldsins. Dansinn og söngurinn mjög góður sem í fyrra skiptið þó einhverjir netmiðlar erlendir hafi verið að hnýta eitthvað í hann.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 7 - Víkingapartý

Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig.................

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 8 - Stóra stundin nálgast

Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart.....

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 6 - Íslendingum fjölgar

Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil......

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 6 framhald

Mér finnst ég hafa orðið var við mikla bjartsýni að heiman, meðal annars í blogginu á ruv.is þar sem fólk er að gefa sér það að við verðum á meðal tíu efstu á fimmtudag og það nánast formsatriði að við verðum með á lokakvöldinu á laugardag. Svona er þetta hins vegar ekki....

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 5 - Selma klikkar ekki

Einhver myndi segja að þetta væri nú sama eurovisionbullið í mér eins og þeim sem áður hafa fjallað um þessa keppni, en það er nú einu sinni svo að það hrósa allir Selmu og framgöngu hennar. Það er svo spurningin um þýðingu þess sem þessir menn segja, ég hef efasemdir um það.

Lífið
Fréttamynd

Selma syngur á Gay pride í Osló

Á blaðamannafundi sem haldin var í gær sagði Selma Björnsdóttir frá því að henni hefði verið boðið að syngja á Gay pride í Osló í sumar og þar myndi hún koma fam ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem eins og Selma hefur keppt í Euróvison.

Innlent
Fréttamynd

Fjórða sæti í veðbönkum

Ísland er sem stendur í fjórða sæti í enskum veðbönkum sem taka við veðmálum um sigur í Eurovision keppninni. Grikkir tróna þar á toppnum, ungverjar í öðru og Norðmenn í því þriðja á undan Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 4 - Frábær blaðamannafundur

Það er ekki allt með felldu hér í borg og berast nú þær fregnir að maður þurfi að passa sig á veskjum á götunum. Þannig er mál með vexti að einhverjir óprúttnir borgarbúar stunda það að skilja eftir tóm vexti á götunum og þegar einhver tekur það upp koma nokkrir menn og spyrja um veskið. Þegar maður afhendir það þá segja þeir að það hafi verið fullt af peningum...

Lífið
Fréttamynd

Selma heillar alla

Það er alveg ljóst að Selma Björnsdóttir átti daginn í blaðamannaherberginu í Kænugarði þar sem hún fór hreinlega á kostum. Þar tók hún lagið auk þess sem geislandi framkoma hennar bræddi alla viðstadda. Hún tók þrjú lög þar á meðal söng hún All out of luck, þar sem hún tók viðlagið á þýsku og þá söng hún gamalt króatískt eurovisionlag.

Innlent
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 2 framhald

Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 3 - Rólegur dagur

Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 1 - Eldglæringar

Kiev eða Kænugarður eins og margir Íslendingar kjósa að nefna hana, býður í myrkri næturinnar af sér sæmilega góðan þokka. Ég eins og svo margir Íslendingar hafa eflaust búið sér til margar skrítnar myndir af þessari borg og landi eins og svo mörgum öðrum austantjalds löndum.

Lífið