Innlent

Stjórnarandstaðan mætti ekki á fund ráðherra

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar á Alþingi mætti á fund með fimm ráðherrum í morgun þar sem átti að ræða aðgerðir til þess að koma til móts við skuldavanda heimilanna. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekkert fundarboð hafa fengið. Hrannar B. Arnarson aðstoðarmaður forsætisráðherra segir hinsvegar að stjórnarandstaðan hafi verið boðuð á fundinn að loknum fyrsta fundi hópsins sem haldinn var í gær.

Fundurinn fór fram klukkan níu í morgun og þar mætti forsætisráðherra ásamt fjórum lykilráðherrum í ríkisstjórninni. Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins, en Bjarni Benediktsson formaður er erlendis, segist ekki hafa verið boðuð á fundinn. Hún segist hafa lesið um það í Fréttablaðinu í morgun að boðað hafi verið til fundarins en að hún hafi ekkert slíkt fundarboð fengið.

Hrannar segir hinsvegar að á fundinum í gær hafi komið skýrt fram að næsti fundur yrði í Stjórnarráðinu klukkan níu í dag.

Klukkan tíu hófst síðan fundur ráðherranna með Hagsmunasamtökum heimilanna.

Aðspurð hvort hún hefði mætt hefði fundarboðið boðist vildi Ólöf ekki svara því og sagðist fyrst vilja fá að vita hvort ríkisstjórnin meini eitthvað með yfirlýsingum sínum um að finna lausnir á vandanum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×