Alþingi

Fréttamynd

Afturhaldskommatittir á Alþingi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða.

Innlent
Fréttamynd

Davíð fór mikinn á þinginu

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. Um afstöðu Samfylkingarinnar í Íraksmálinu sagði Davíð að flokkurinn væri „afturhaldskommatittsflokkur“.

Innlent
Fréttamynd

Varaformaður veldur írafári

Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það.

Innlent
Fréttamynd

Olíustjórnendur enn að störfum

Þrátt fyrir að olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafi skipt um eigendur frá því að verðsamráði þeirra lauk í kjölfar húsleitar Samkeppnisstofnunar þá starfa margir stjórnenda enn hjá félögunum sem taldir eru eiga aðild að samráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Varnarmálin ekki í höfn

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að viðræður Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, við starfsbróðir sinn Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær hafi verið mikilvægar.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt fangelsi við Reykjavík

Lagt er til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð.

Innlent
Fréttamynd

Boðar stóreflt samkeppniseftirlit

Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, boðaði stóreflt samkeppniseftirlit í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingu, á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ísland ber ábyrgð á stríðsglæpum

Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak.

Innlent
Fréttamynd

Trúnaðurinn er aðalmálið

Af hverju hvílir öll þessi leynd yfir styrkjum til flokkanna? Umræðan um styrki til flokkanna er ekki ný af nálinni. Hún hefur viðgengist áratugum saman og komið reglulega upp í fjölmiðlum síðustu áratugi. Þessi umræða hefur orðið sterkari eftir því sem sjálfstæði fjölmiðlanna hefur vaxið og þeim tekist að slíta sig frá stjórnmálaflokkunum.

Innlent
Fréttamynd

Taki þátt í rekstri flugvallarins

Davíð Oddsson utanríkisráðherra ætlar að semja um það við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Íslendingar taki meiri þátt í kostnaði við rekstur Keflavíkurflugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Sérstök lög um heimilisofbeldi

Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingslályktunartillögu um að sett verði sérstök lög um heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi er ekki skilgreint sérstaklega í íslenskri löggjöf, heldur helst dæmt eftir hegningarlögum um líkamsárásir.

Innlent
Fréttamynd

Þingsályktun um heimilisofbeldi

Þingályktun um setningu lagaákvæðis um heimilisofbeldi hefur verið lögð fram á Alþingi. "Markmiðið er að ná utan um þann verknað sem heimilisofbeldi er, í víðum skilningi," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður þingsályktunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Kennaradeilan í gerðardóm

Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum.

Innlent
Fréttamynd

Kabúlflugvöllur úr okkar umsjá

Davíð Oddsson utanríkisráðherra ræddi stöðu og horfur í heiminum á Alþingi í gær. Margt bar þar á góma, til dæmis varnarsamstarfið við Bandaríkin, málefni íslensku friðargæslunnar og ástandið í Írak.

Innlent
Fréttamynd

Heimsækja japanska þingið

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og nokkrir þingmenn, ásamt eiginkonu Halldórs og forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis, munu halda til Japans á morgun í boði forseta efri deildar japanska þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Sérdeild fyrir unga fanga

Lögð hefur verið fram þingsályktun um að sett verði á fót sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18-24 ára þar sem samneyti þeirra við eldri fanga verður í algjöru lágmarki, og aðeins ef brýna nauðsyn ber til. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Mismunun vegna sjúkdóma

Skilyrði Íslandsbanka fyrir lánveitingum valda Ögmundi Jónassyni þingmanni áhyggjum en hann sakaði bankann um að mismuna fólki vegna sjúkdóma á Alþingi í dag. Ögmundur sagði hugmyndina um hundrað prósent lán til fasteignakaupa hljóma vel þar til smáa letrið væri skoðað.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfsmorðsárásin rædd á Alþingi

Árásin á íslensku friðargæsluliðana í Kabúl verður til umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Það er Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem fer fram á umræðuna en Davíð Oddsson utanríkisráðherra verður til svara.

Innlent
Fréttamynd

Yfirmaðurinn leystur frá störfum

Yfirmaður flugvallarins í Kabúl hefur verið leystur frá störfum fyrr en áætlað var vegna árásarinnar á íslensku friðargæsluliðana á dögunum. Nýr yfirmaður á vellinum á að endurskoða öryggismálin þar.

Innlent
Fréttamynd

Hallgrímur fer frá Kabúl

Davíðs Oddsson sagði í gær að Hallgrímur Sigurðsson væri að hætta sem yfirmaður friðargæslunnar á alþjóðaflugvellinum í Kabúl. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu um árásir á íslenska starfsmenn utanríkisþjónustunnar í Kabúl, sem fram fór að ósk Ögmundar Jónassonar.

Innlent
Fréttamynd

Davíð til starfa

Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.

Innlent
Fréttamynd

Góð rödd gerir gæfumuninn

Nýleg rannsókn á röddum formanna íslensku stjórnmálaflokkanna sýnir að djúpar, yfirvegaðar raddir eru mest sannfærandi. Leiðtogarnir fimm eru afar misjafnir í þessu tilliti.

Innlent
Fréttamynd

Þinghlé eftir mánuð

Alþingi Íslendinga kemur ekki saman til fundar alla þessa viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík segist undrandi á þessu vikufríi frá þingstörfum."

Innlent
Fréttamynd

Um 5 þúsund fyrirmæli frá Brussel

Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að EES-samningurinn tók gildi hafa hátt á fimmta þúsund lög og reglugerðir Evrópusambandsins öðlast gildi á Íslandi. "Ólýðræðislegasti alþjóðasamningur sem um getur," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sérfræðingur í Evrópumálum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Áttu von á deilum um varnarmál

Framtíðarhópur Samfylkingarinnar bjóst við því að tekist yrði um tillögur vinnuhóps um varnarmál þegar áfangaskýrsla var kynnt á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Áfenisneysla Íslendinga eykst mest

Áfengisneysla Íslendinga hefur aukist verulega umfram það sem gerst hefur annars staðar á Norðurlöndum, að því er fram kom í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Kaup bújarða gagnleg þróun

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra segir enga ástæðu til að grípa til aðgerða vegna kaupa auðmanna á bújörðum og samþjöppun framleiðsluréttar. "Við megum ekkert gera til að stöðva þessa þróun sem er á margan hátt mjög gagnleg" sagði landbúnaðarráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Gáfu skotum egg heiðargæsarinnar

Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, afhenti forseta skoska þingsins, George Reid, nýlega gjöf frá Alþingi í tilefni af opnun nýs skosks þinghúss, sem tekið var í notkun við hátíðlega athöfn í Edinborg 9. októktóber. Gjöfin er egg heiðargæsarinnar, mótað úr graníti sem hvílir á hraunhellu frá Þingvöllum.

Innlent
Fréttamynd

Gaf Skotum granítegg

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, afhenti forseta skoska þingsins nýlega gjöf frá Alþingi í tilefni af opnun nýs skosks þinghúss. Gjöfin er egg heiðargæsarinnar, mótað úr graníti sem hvílir á hraunhellu frá Þingvöllum.

Innlent