Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira Sport
Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Lægð suðaustur af landinu og hæð yfir Grænlandi beina nú norðaustlægri átt til landsins og má víða reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Veður
Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira Það er rosaleg dagskrá framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Besta deild kvenna í fótbolta rúllar af stað, 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram, umspilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst, úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta heldur áfram og svo er hafnabolti einnig á dagskrá. Sport
Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Strákarnir í GameTíví ætla að feta í fótspor Walter White í kvöld og taka ákveðna U-beygju í lífinu. Þeir ætla nefnilega að snúa sér að skipulagðri glæpastarfsemi. Það er að segja í tölvuleik, ekki í alvörunni, vonandi. Leikjavísir
Grindvíkingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Grindavík getur í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitum Bónus deildar karla. Liðið tekur á móti Íslands og bikarmeisturum Vals, sem eru með bakið upp við vegg. Körfubolti
Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Rúm 80 prósent þjóðarinnar vilja að veiðigjöld taki mið af raunverulegu aflaverðmæti. Það eru niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir félagasamtökin Þjóðareign. Þar var spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að útgerðin greiði gjald sem taki mið af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum. Viðskipti innlent
Hugum að því sem gæti gerst en ekki því sem við höldum að gerist Sagan kennir okkur stöðugt að við erum léleg í að spá. Við getum í raun ekki spáð af neinu viti. Í gegnum tíðina gerast stöðugt atburðir sem við áttum ekki von á og við þurfum að bregðast við. Línulegar spár um afkomu fyrirtækja eru eiginlega alltaf úreldar um leið og þær eru gerðar. Umræðan
Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres „Þetta er einstakur kostur fyrir íslenska ökumenn. Við þekkjum íslenskar aðstæður og vegakerfi vel. Með þessari tryggingu viljum við veita fólki aukið öryggi og ró á veginum,“ segir Anton Smári, framkvæmdastjóri MAX1 en Hakka Trygging® fylgir öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres. Samstarf