Vísir

Mest lesið á Vísi

Fréttamynd

Vald­níðsla, rafbyssur og vitringar

Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig rætt við bæjarstjóra Akraneskaupstaðar í beinni.

Innlent


Ísland í dag - Duna Laxness ólst upp í einu fallegasta húsi landsins

Guðný Halldórsdóttir Laxness afkastamesta kvikmyndagerðarkona landsins er alin upp á einu fallegasta heimili landsins á Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Þar var heimilið í raun eins og sendiráð vegna Nóbelsverðlauna föður hennar Halldórs Laxness. Þangað komu meðal annars forsetar og konungsfólk og frægar stjörnur og var því í raun sérkennilegt að alast þar upp.

Ísland í dag
Fréttamynd

Leggja nýjan jarð­streng til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins skrifuðu í dag undir samning um tengingu nýrrar kalkþörungaverksmiðju við Langeyri í Súðavík. Nýr jarðstrengur muni leysa af hólmi núverandi loftlínu til Súðavíkur.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Engar for­sendur fyrir því að raf­orku­verð til heimila „stökk­breytist“ næstu tvö árin

Sölufyrirtæki með raforku hafa nú þegar keypt að stórum hluta allrar þeirrar orku sem þarf til að mæta eftirspurn almennra notenda til næstu tveggja ára og miðað við meðalverðið í þeim viðskiptum eru engar forsendur fyrir því, að mati Landsvirkjunar, að raforkuverð eigi eftir að „stökkbreytast“ á því tímabili. Sérfræðingar orkufyrirtækisins vekja athygli á því að rafmyntagröftur er á „hraðri útleið“ á Íslandi og vegna þessa hefur raforkunotkun gagnavera minnkað um meira en helming á skömmum tíma.

Innherji