5 Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun
Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Lögregluyfirvöld á Íslandi segjast ekki geta staðfest þá staðhæfingu Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar Jónssonar, að íslenska lögreglan og sú írska muni funda um hvarf Jóns í Haag í Hollandi á næstunni. Innlent
„Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ „Leikirnir verða bara stærri og stærri,“ segir Pavel Ermolinskij fyrir næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta. Þeir Helgi Már Magnússon, GAZ-menn, rýndu í toppslag Tindastóls og Njarðvíkur sem þeir lýsa í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld. Körfubolti
Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Íslenska framleiðslufyrirtækið ACT4 sem meðal annars er í eigu Ólafs Darra hefur gert samstarfssamning við þýska teiknimyndaframleiðandann Ulysses Filmproduktion um STORMSKER – fólkið sem fangaði vindinn, teiknimynd fyrir börn. Bíó og sjónvarp
Nýr formaður VR Rætt var við Höllu Gunnarsdóttur eftir að ljóst var að hún hafi verið kjörin formaður VR. Fréttir
Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Gert er ráð fyrir að Nettó muni opna matvöruverslun í nýrri verslunar- og þjónustumiðstöð við Vallholtsveg 8 á Húsavík. Reiknað er með afhendingu á árunum 2028 til 2030, en um er að ræða tæplega 1.400 fermetra rými miðsvæðis í bænum. Viðskipti innlent
Yfir fimmtíu milljarða evrugreiðsla ætti að létta á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Væntanleg reiðufjárgreiðsla í evrum til lífeyrissjóða, sem hluti af uppgjöri HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum á gamla Íbúðalánasjóðnum, ætti að létta nokkuð á gjaldeyrismarkaðnum til skamms tíma en umfangið jafngildir samanlögðum hreinum gjaldeyriskaupum sjóðanna yfir um átta mánaða tímabil. Lífeyrissjóðirnir fengu sömuleiðis í sinn hlut jafnvirði um fimmtíu milljarða í erlendum gjaldeyris í byrjun ársins sem hefur valdið því að hægt hefur nokkuð á umsvifum þeirra á gjaldeyrismarkaði. Innherji
Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Lagersala verður á rúmfatnaði dagana 12. – 22. mars hjá versluninni Rúmföt.is að Nýbýlavegi 28. Lífið samstarf