Innlent

Ikea vísitalan hækkar um 47%

Ikea vísitala Stöðvar tvö hefur hækkað um fjörutíu og sjö prósent frá því bæklingur sænsku verslanakeðjunnar var dreift á heimili landsins í fyrra. Hvort IKEA-vísitalan veitir vísbendingu um verðhækkanir á innfluttum vörum er óvíst - því kollsteypa krónunnar gagnvart evru var 90% á sama tíma.

Það er fokið í flest skjól þegar sjálft IKEA hækkar hjá sér verð. Það er fátt í daglegu lífi landsmanna verðtryggt nema lánin - og vöruverð hjá IKEA. Árlega gefur fyrirtækið út heimilisvininn IKEA-bæklinginn - og tryggir verð hans ár fram í tímann. En nú brýtur kreppa lög og í gær auglýsti IKEA hækkanir, að meðaltali um 25%.

Rétt eins og útlendir markaðsspekúlantar hafa stuðst við Big Mac vísitöluna - er IKEA vísitala Stöðvar 2 ágæt vísbending um verðlagsþróun í landinu, ekki síst hvernig innfluttar vörur af evrusvæðinu eru líklegar til að hækka. En hvað hefur IKEA vísitalan hækkað á rúmu ári - frá því bæklingurinn kom út í fyrra - og þar til fyrirtækið neyddist til að kippa verðum síðasta bæklings úr sambandi. Tökum stikkprufu.

Aril þriggja sæta leðursófi hefur kostaði í fyrrar 99.900 en nú 149.900 - og hefur hækkað um nær 50% milli ára. Linnarp bókaskápurinn hækkaði úr 29.900 í 49.900, eða um 67%. Jonas skrifborðið hækkaði úr tæpum tólf þúsund krónum í tæpar 19 þúsund, eða um tæplega 59%, Favorit 5 lítra pottur hækkaði um 56%, Nominell skrifborðsstóllinn um 25% og loks Björnholmen sjónvarpsskápurinn sem fór úr tæpum 40 í tæp 50 þúsund og hækkaði um 25%. Sem sé, IKEA vísitalan hefur hækkað um 47% á rúmu ári - á sama tíma og evran hefur hækkað um rúm 90% gagnvart krónu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×