Innlent

Matthías ófundinn - lögreglan hefur fáar vísbendingar

Leitin að Matthíasi Mána sem strauk af Litla-Hrauni í byrjun vikunnar hefur enn engan árangur borið. Lögregla hefur fáar vísbendingar til leita eftir.



Lögreglan upplýsti í gær að fórnarlamb Matthíasar hefði flúið land með börn sín en Matthías hótaði konunni í símtali áður en hann strauk af Litla-Hrauni. Hann var í september dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á konuna. Nærri sex sólarhringar eru síðan að Matthías komst út úr fangelsinu en umfangsmikil leit að honum hefur engu skilað.



Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu í morgun að leitin hafi engan árangur hafa borið enn sem komið er. Engar nýjar vísbendingar hafi borist. Þó hafi borist ábendingar um fólk sem gæti þekkt Matthías og hefur lögregla reynt að hafa upp á þeim og ræða við það. Í dag verður farið yfir stöðuna en eftir litlu sé að fara í leitinni.



Sem fyrr hvetur lögreglan alla þá sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías er að finna að hafa samband í síma 444-1000.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×