Innlent

Matthías Máni dæmdur fyrir að hafa ráðist fangavörð

Matthías Máni
Matthías Máni

Matthías Máni Erlingsson var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir að hafa ráðist á fangavörð á Litla-Hrauni í mars síðastliðnum.

Eins og kunnugt er þá flúði Matthías Máni frá Litla Hrauni skömmu fyrir síðustu jól. Hann klifraði yfir girðingu og hélt síðan til í sumarbústöðum á Suðurlandinu.

Hann játaði að hafa ráðist á fangavörðinn, en sagði þó að brotið væri smávægilegt enda lægi ekki áverkavottorð fyrir í málinu.

Matthías Máni var dæmdur í fimm ára fangelsi síðastliðið haust fyrir tilraun til manndráps. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir þjófnað á flóttanum í desember en hann stal meðal annars riffli, fjórhjóla, exi og haglabyssu úr sumarbústað á Suðurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×