Innlent

Sprengi­sandur: Ópíóíðar, Kára­hnjúkar og fast­eigna­markaðurinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, mætir og ræðir kjaradeilu þeirra. Hún segir deiluna endurspegla lítilsvirðingu við kvennastéttir.

Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Arion banka, og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, mæta og ræða fasteignamarkaðinn sem heldur áfram að vera erfiður.

Þá mæta Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir SÁÁ, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður, og Halldóra Mogensen, alþingismaður, og ræða ópíóíðafaraldurinn. 

Að lokum mætir Ólafur Sveinsson, kvikmyndagerðarmaður, og ræðir heimildamynd um Kárahnjúka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×