Innlent

Átta for­seta­efni klár með listana

Jakob Bjarnar skrifar
Steinunn Ólína forsetaleg, með símann uppi við, sitjandi á steini á Reykjanesi.
Steinunn Ólína forsetaleg, með símann uppi við, sitjandi á steini á Reykjanesi.

Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir.

Vika er í að forsetaefnin þurfi að skila inn undirskriftum og samkvæmt bókhaldi Vísis eru átta forsetaefni klár með listana.

„Fyrir löngu síðan. Ég hélt ekki að þetta væri kappreiðar um hversu hratt maður safnar undirskriftum. Svo hef ég ekkert verið spurð. Fyrr en nú og ég þakka þér fyrir það,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir þegar hún var innt eftir því hvernig stæði með hennar undirskriftamál.

Helga Þórisdóttir er hins vegar í standandi vandræðum með að safna undirskrifum, en hún er farin að upplifa sig sem óþekkta embættismanninn með sitt framboð. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á lokametrunum en það gæti orðið tæpt. Sigríður Hrund Pétursdóttir er einnig á fullu við að safna undirskriftum.

Þá eru þetta átta einstaklingar sem eru klárir með sína lista: Steinunn, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon.

Nú eru yfirstandandi athyglisverðar pallborðsumræður þar sem þau Baldur, Jón og Halla Hrund ræða vítt og breytt um framboðsmál.


Tengdar fréttir

Pall­­borðið: Vika í fram­boðs­skil og línur að skýrast

Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×