Veður

Hvassast sunnan­til og hlýjast vestan­til

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hiti gæti náð tólf stigum í borginni í dag.
Hiti gæti náð tólf stigum í borginni í dag. Vísir/Vilhelm

Í dag er spáð austan strekkingi syðst á landinu, en annars hægari vind. Stöku skúrir verða víða um land og það gæti gert stöku skúrir á höfuðborgarsvæðinu, en lengst af verður þurrt og bjart á Norðvestur- og Vesturlandi.

Í textaspá Veðurstofunnar segir að norðaustan og austan verði 5-15 m/s og skýjað með köflum. Bjartviðri verði um landið suðvestanvert, hvassast syðst. Stöku skúrir eða él og jafnvel þokuloft verði fyrir norðan og austan, en bjart veður á Vesturlandi.

Hiti yfir daginn frá 1 stigi norðaustanlands, en að 12 stigum vestanlands. Allvíða næturfrost. Norðan og norðaustan er spáð 5-13 m/s á morgun, hvassast austast, en annars svipuðu veðri. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Norðaustan og norðan 3-13 m/s, hvassast við austurströndina. Skýjað og úrkomulítið, en bjart með köflum um landið suðvestanvert. Hiti 2 til 11 stig að deginum, svalast norðaustanlands.

Á þriðjudag:

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað og hiti 0 til 4 stig, en yfirleitt léttskýjað og hiti að 10 stigum sunnantil.

Á miðvikudag:

Suðlæg átt og dálítil rigning sunnan- og vestanlands, annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 2 til 8 stig.

Á fimmtudag:

Suðlæg eða breytileg átt og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hiti svipaður.

Á föstudag og laugardag:

Útlit fyrir suðvestlæga átt með dálítilli vætu um landið vestanvert, en þurrt á Austurlandi. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig að deginum.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×