Erlent

Myndar Scotts beðið með eftirvæntingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kvikmyndar Ridleys Scott, Prometheus, er beðið með eftirvæntingu, en ný stikla úr myndinni var frumsýnd í gær. Myndin var tekin upp að hluta hér á landi, meðal annars við Dettifoss, eins og fram hefur komið.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrir nokkru að upptökurnar hér á landi hefðu skilað samtals 740 milljónum króna í erlendum gjaldeyri síðastliðið sumar. Tökudagarnir hafi verið samtals átta en áður hafi undirbúningur staðið yfir í 12 vikur.

Stiklan sem verið var að frumsýna í gær er ekki fyrsta stiklan. Önnur stikla var frumsýnd í lok síðasta árs. Búist er við því að myndin sjálf verði frumsýnd í Bandaríkjunum í júní.

Smelltu hér til að horfa á stikluna



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×