Innlent

Rúmenskir kortaþrjótar handteknir - afrituðu þúsund kort

Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að hafa afritað segulrendur að minnsta kosti þúsund greiðslukort í tveimur hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu.

Mennirnir voru handteknir á laugardaginn síðasta en samkvæmt heimildum fréttastofu voru þeir handteknir við hraðbanka.

Mennirnir komu kortaupplýsingunu út úr landi og var reynt að taka út af kortunum erlendis. Óveruleg upphæð náðist út af kortunum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Búið er að loka fyrir öll kortin sem um ræðir og búið að láta viðskiptavini vita af stöðu mála.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Íslendingar verða fyrir barðinu á tækniþrjótum sem þessum. Meðal annars var Rúmeni og Þjóðverji handteknir árið 2008 með peninga í farangri sínum á leið úr landi. Upphæðin var hátt á fjórðu milljón króna og talið er að hún hafi verið svikin úr hraðbönkum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×