Innlent

Verki Ólafs Elíassonar á ólympíuleikunum aflýst

Ólafur Elíasson
Ólafur Elíasson
Forsvarsmenn ólympíuleikanna í London í sumar hafa afþakkað listaverk Ólafs Elíassonar, sem átti að vera eitt aðallistaverkið á leikunum. Ólafur átti að fá eina milljón punda fyrir verkið, eða um 200 milljónir króna. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa margir gagnrýnt verkið og að skattgreiðendur þurfi að borga svona háa upphæð fyrir það eitt að taka djúpan andadrátt. En í verkinu átti fólk að anda inn og út fyrir hönd einstaklings, hreyfingar eða málstaðar og segja svo frá andardrættinum á heimasíðu. Búið var að samþykkja verkið en því hefur nú verið aflýst. Sérstök nefnd segir að verk Ólafs hafi breyst of mikið frá því hugmyndin af kynnt í upphafi. Sjá má umfjöllun breska blaðsins Daily Mail um verkið hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×