Erlent

Við eyðum fóstrum

Óli Tynes skrifar

Hatramar deilur eru risnar í Bretlandi vegna fyrstu sjónvarpsauglýsingarinnar um fóstureyðingar sem þar á að birtast í næstu viku.

Auglýsandinn er Marie Stopes samtökin sem fá um 30 milljón sterlingspund árlega úr ríkissjóði fyrir að framkvæma fóstureyðingar. Það er rúmlega fimm og hálfur milljarður króna.

Marie Stopes eyða um 65 þúsund fóstrum árlega en alls eru fóstureyðingar í Bretlandi um 216 þúsund á ári.

Samkvæmt breskum lögum er fóstureyðingarstofum sem reknar eru í ábataskyni bannað að auglýsa í sjónvarpi. Marie Stopes skilgreina sig hinsvegar sem frjáls félagasamtök.

Talskona þeirra segir að auglýsingin sé til þess að leiðbeina konum um hvert þær geti leitað ef þær verða óvart þungaðar og þurfa einhverjar ráðleggingar.

Samtökin reka hjálparlínu allan sólarhringinn og segja að ásóknin bendi til þess að hundruð þúsunda kvenna þurfi árlega á ráðleggingum að halda.

Tölfræði sýni enda að ein af hverjum þrem konum í Bretlandi láti eyða fóstri einhverntíma á ævinni. Þörfin fyrir upplýsingar sé því augljós.

Andstæðingar fóstureyðinga og ýmis kristin samtök eru ekki á sama máli.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×