Innlent

Allar 150 kýrnar í fjósinu með nöfn

Vígdögg, Aðalborg, Stjörnuþoka, Lúpína, Hrun, Hrafnöld, Hornauga, Kleópatra , Ljósblá og Flatkaka. Hvaða nöfn skyldu þetta vera? Jú, þetta eru allt nöfn á kúm á bæ í Rangárvallasýslu en allar kýrnar í fjósinu, hundrað og fimmtíu eru með nöfn í stað númera.

Innlent

Litlu mátti muna að sinubruni læstist í skemmu

Brunavörnum Múlaþings gekk vel að ráða niðurlögum sinuelds sem kviknaði á túni við bæinn Dali í Hjalt­astaðaþing­há nú síðdegis. Eldurinn logaði alveg við verkfærageymslu á túninu en náði ekki að læsa sér í geymsluna.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala.

Innlent

Vélar­rýmið fylltist af gufu

Vélarrúm björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein fylltist af gufu þegar kælirör sprakk í æfingasiglingu út frá Sandgerði. Ekkert björgunarskip verður til taks í Sandgerði á næstunni.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður ADHD samtakanna kallar eftir því að öllum föngum sé hleypt í ADHD greiningarferli strax við upphaf afplánunar, enda séu fjölmargir með ógreindar raskanir í fangeslum. Hlúa þurfi mun betur að þessum hópi sem oft glími við afleiðingar þess að engin hjálp hafi staðið til boða í æsku.

Innlent

Krefjast þess að á­kvörðunin verði endur­skoðuð

Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi hefur lýst furðu sinni á samþykktum sem gerðar voru nýlegar á fundi bæjarstjórnar í sveitarfélaginu er varða starfsemi menningarhúsa í bænum. Er þess krafist að ákvarðanirnar verði endurskoðaðar. 

Innlent

Til­gangur kennarans ekki að lesa rit­gerðir eftir gervi­greind

Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans.

Innlent

Ný bók um Sam­herja­málið

Á miðvikudag kom út bók í Namibíu um Samherjamálið. Bókin er gefin út af ritstjóra dagblaðsins The Namibian, sem hefur fjallað ítarlega um málið á undanförnum árum.

Innlent

Ráku konu í fæðingar­or­lofi og réðu aðra yngri

Pólsk kona kærði í mars síðasta árs ákvörðun verslunarkeðjunnar Mini Market ehf. um að segja henni upp störfum í fæðingarorlofi og í kjölfarið rifta ráðningarsamningi á uppsagnarfresti. Verslunin bar fyrir sig samdrátt í rekstri en konan benti á að engum öðrum starfsmanni hefði verið sagt upp og að yngri kona hefði verið ráðin í hennar stað. Kærunefnd jafnréttismála telur verslunina hafa brotið gegn lögum um jafna stöðu kynjanna með uppsögninni.

Innlent

Sjald­gæft sjónar­spil á himni

Fyrr í kvöld mátti sjá sjaldgæft sjónarspil á himni yfir höfuðborgarsvæðinu þegar sást til rosabaugs með hjásólunum Úlfi og Gíl ásamt regnbogalituðum snertilsboga.

Innlent

Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi

Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 

Innlent

Fjögurra ára skammtur stera gæti hafa stöðvað höfnunina

Guðmundur Felix Grétarsson hefur legið á spítala undanfarið þar sem hann hefur fengið gríðarlega sterka sterameðferð vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum, sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann segist hafa fengið fjögurra ára skammt af sterum á síðustu þremur dögum og að hann gæti hafa stöðvað höfnunina.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, eftir að viðræður stéttarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sigldu í strand. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma.

Innlent

Hug­mynd um flýti­með­ferð ekki unnin í sam­ráði við SÁÁ

Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að veita 170 milljónir króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Meðal boðaðra aðgerða var stofnun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Forstjóri Vogs fagnar áformunum en segist ekki hafa heyrt af þeim fyrr en hún las um þau í fjölmiðlum í gær.

Innlent

„Sárin eru mjög djúp og þau gróa mjög hægt“

Forsætisráðherra mun funda með lögmanni aðstandenda fórnarlamba snjóflóðanna á Súðavík í næstu viku. Lögmaður segir sárin mjög djúp og þau grói hægt vegna þess að málið fékk ekki viðeigandi skoðun á sínum tíma.

Innlent

Börn með markað í Skrúfunni á Eyrarbakka

Það verður mikið um að vera á Eyrarbakka á morgun, sunnudag því þá munu börn standa fyrir markaði þar sem þau fá tækifæri til að selja handverk, listaverk og gamla dótið sem þau eru hætt að leika sér með. Forseti Íslands hefur boðað komu sína á Eyrarbakka af þessu tilefni.

Innlent

„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“

Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi.

Innlent