Enski boltinn

„Þetta er ó­trú­legt“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Það hellirigndi í Manchester í dag þegar Manchester City og Newcastle áttust við.
Það hellirigndi í Manchester í dag þegar Manchester City og Newcastle áttust við. Vísir/Getty

Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City var ánægður með sigurinn gegn Newcastle í FA-bikarnum í dag og segir að velgengni félgasins í bikarkeppnum sé ótrúleg.

Sigur Manchester City á Newcastle í 8-liða úrslitum FA-bikarsins var nokkuð þægilegur og náði liðið tveggja marka forystu í fyrri hálfleiknum og þurfti lítið að hafa fyrir hlutunum í seinni hálfleik.

„Við búumst alltaf við því besta frá liðinu en eftir að við unnum þrennuna og fimm titla þá skiptir það mjög miklu að við séum í keppni um alla bikara þegar við komum úr síðasta landsleikjahléinu,“ en framundan er hlé vegna landsleikjahlé. Fyrsti leikur City eftir hléið er toppslagur gegn Arsenal.

Guardiola segir að enska úrvalsdeildin og Meistaradeildin sé mest í umræðunni en að bikarvelgengni City sé ótrúleg.

„Þegar þetta lið er búið að vinna fjóra Carabao titla í röð, ná sex sinnum í undanúrslit FA-bikarsins í röð þá er félagið með eitthvað sérstakt. Þetta er ótrúlegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×