Enski boltinn

Henson svarar fyrir sig: „Treyjurnar seljast á 50 þúsund“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stan Collymore og Halldór Einarsson, eigandi Henson.
Stan Collymore og Halldór Einarsson, eigandi Henson. Vísir/Getty Images

Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson, hefur svarað stuttlega ummælum fótboltamannsins Stans Collymore sem kallaði treyju sem Henson framleiddi fyrir Aston Villa á níunda áratugnum þá ljótustu í sögu félagsins.

Halldór benti góðfúslega á lista sem sérfræðingar Eurosport tóku saman árið 2016 þar sem raktir voru fallegustu búningar níunda áratugarins. Þar var Henson-treyja Aston Villa, sem félagið lék í frá 1985 til 1987, á lista.

Halldór tók fram að Collymore hefði verið frábær leikmaður en kom þessu áliti Eurosport á framfæri við Vísi. Hann tók þá fram að Henson væri enn að framleiða treyjurnar.

„Upphaflegu A.V. treyjurnar hafa gjarnan verið að seljast á netinu á 50 til 80 þúsund krónur stykkið,“ segir í yfirlýsingu Halldórs.

Yfirferð Eurosport yfir bestu treyjur níunda áratugarins má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×