Alþingi

Fréttamynd

Ráðuneytið fór ekki að lögum

Dómsmálaráðuneytið fór ekki að lögum þegar það synjaði fanga á Litla-Hrauni um dagsleyfi. Fanginn óskaði í júní síðstliðnum eftir dagsleyfi síðar í mánuðinum. Fangelsisyfirvöld synjuðu beiðni hans, meðal annars af þeirri ástæðu að fanginn ætti óafgreitt mál í kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

3 sóttu um starf skrifstofustjóra

Þrír sóttu um starf skrifstofustjóra Alþingis en það var auglýst laust til umsóknar 8. desember sl. og rann umsóknarfrestur um embættið út 22. desember. Þeir sem sóttu um voru Einar Farestveit, lögfræðingur á skrifstofu Alþingis, Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis og Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna.

Innlent
Fréttamynd

Vændi Össur um lygi

Hart var tekist á um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vændi Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, um lygi og var áminnt fyrir af forseta þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnmálaflokkar spilltastir

Íslenskir stjórnmálaflokkar eru spilltustu stofnanir íslenska samfélagsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar könnunar. Stjórnmálaflokkar eru taldir spilltasta aflið í sex af hverjum tíu löndum sem þátt tóku í könnuninni. Hér á landi er viðskiptalífið talið næstspilltasti geiri samfélagsins og fjölmiðlar eru í þriðja sæti. 

Innlent
Fréttamynd

Kennt verði alla virka daga

Menntamálaráðherra segir mikilvægt að kennt verði alla virka daga í grunnskólum landsins til að bæta fyrir nær átta vikna hlé sem varð á kennslu meðan á verkfalli grunnskólakennara stóð.  Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Engin von um kísilduftsverksmiðju

Allar vonir Mývetninga um kísilduftsverksmiðju í stað Kísiliðjunnar eru úr sögunni því norska undirbúningsfélagið að kísilduftsverksmiðjunni var lýst gjaldþrota í Noregi í gær. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Áskorun frá Þjóðverjum

Þýska mannréttindastofnunin hefur sent Alþingi áskorun þess efnis að ekki verði hætt fjárstuðningi við Mannréttindaskrifstofu Íslands. Segir meðal annars að þýska mannréttindastofnunin hafi af því þungar áhyggjur að fjárskortur myndi hamla starfi mannréttindaskrifstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæði Alþingis verði tryggt

Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja mikla áherslu á að sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu verði tryggt við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Níu fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða í stjórnarskrárnefndinni en nefndinni til fulltingis verður hópur sérfræðinga.

Innlent
Fréttamynd

Litlar vangaveltur um breytingar

Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Þingmaður Samfylkingar segir að tryggja verði, hér eftir sem hingað til, að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi og Íraksmálið

Utanríkisráðherra og forsætisráðherra ákváðu að setja Ísland á lista yfir hinar staðföstu þjóðir og veita þar með innrásaröflunum í Írak móralskan stuðning. Málið virðist ekki hafa komið til kasta utanríkismálanefndar eins og lög kveða á um.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherra sakaður um ósannindi

Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. 

Innlent
Fréttamynd

Vildi hækka fjárveitinguna 1998

Halldór Ásgrímsson lagði til við ríkisstjórnina fyrir sex árum að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð fjárveiting beint frá Alþingi og að hún yrði hækkuð úr sex milljónum í fimmtán milljónir. Sami stjórnarmeirihluti og var þá við völd afnam í gær alla fjárveitingu til Mannréttindaskrifstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Mannréttindaskrifstofan ein á báti

Þriðja og síðasta umræða um fjárlög næsta árs stendur nú yfir á Alþingi. Meirihluti Alþingis samþykkti fyrir nokkrum mínútum að svipta Mannréttindaskrifstofu Íslands fjárframlögum frá Alþingi. Greidd verða atkvæði um fjárlögin í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lokaatkvæðagreiðsla um fjárlögin

Þingfundur hefst á Alþingi nú klukkan ellefu. Eitt mál er á dagskrá, lokaatkvæðagreiðsla um fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 2005. Gera má ráð fyrir að hún standi í um tvær klukkustundir og að fjöldi þingmanna muni gera grein fyrir atkvæði sínu.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlögin samþykkt á Alþingi

Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Þingið leyndi hækkuninni

Alþingi leyndi landsmenn fyrirætlun sinni um að taka fyrir hækkun áfengisgjalds á þinginu í gær. Þetta var gert svo almenningur hamstraði ekki sterka drykki og tóbak í stórum stíl.

Innlent
Fréttamynd

Skilar 340 milljónum í ríkissjóð

Alþingi hefur hækkað áfengisgjald á sterkt vín og tóbaksgjald um sjö prósent. Í frumvarpi fjármálaráðherra segir að hækkunin sé í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarps. Þingmenn Samfylkingar segja ríkisstjórnina nú vera búna að fjármagna skattalækkanir næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Afturhaldskommatittir á Alþingi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða.

Innlent
Fréttamynd

Nauðbeygð til að hækka álögur

Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld nauðbeygja sveitarfélögin til þess að hækka álögur eða skera niður félagslega þjónustu með því að bæta sífellt á þau verkefnum án þess að láta fé fylgja þeim.

Innlent
Fréttamynd

Davíð fór mikinn á þinginu

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. Um afstöðu Samfylkingarinnar í Íraksmálinu sagði Davíð að flokkurinn væri „afturhaldskommatittsflokkur“.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisvaldið neitar að borga

Ríkisvaldið stendur í skuld við sveitarfélögin en lætur eins og það sé statt í miðjum grínfarsa og neitar að borga. Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag í umræðum um skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. 

Innlent
Fréttamynd

Varaformaður veldur írafári

Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það.

Innlent
Fréttamynd

Olíustjórnendur enn að störfum

Þrátt fyrir að olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafi skipt um eigendur frá því að verðsamráði þeirra lauk í kjölfar húsleitar Samkeppnisstofnunar þá starfa margir stjórnenda enn hjá félögunum sem taldir eru eiga aðild að samráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Boðar stóreflt samkeppniseftirlit

Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, boðaði stóreflt samkeppniseftirlit í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingu, á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Varnarmálin ekki í höfn

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að viðræður Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, við starfsbróðir sinn Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær hafi verið mikilvægar.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt fangelsi við Reykjavík

Lagt er til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð.

Innlent
Fréttamynd

Ísland ber ábyrgð á stríðsglæpum

Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak.

Innlent
Fréttamynd

Trúnaðurinn er aðalmálið

Af hverju hvílir öll þessi leynd yfir styrkjum til flokkanna? Umræðan um styrki til flokkanna er ekki ný af nálinni. Hún hefur viðgengist áratugum saman og komið reglulega upp í fjölmiðlum síðustu áratugi. Þessi umræða hefur orðið sterkari eftir því sem sjálfstæði fjölmiðlanna hefur vaxið og þeim tekist að slíta sig frá stjórnmálaflokkunum.

Innlent
Fréttamynd

Kennaradeilan í gerðardóm

Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum.

Innlent