Fréttir

Blindaðist af sól og klessti á ljósa­staur

Það var heldur rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina. Nokkur mál komu upp vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og voru tveir kærðir fyrir að aka réttindalausir.

Innlent

Meintir morðingjar fram­bjóðandans frá Kólumbíu

Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi.

Erlent

Sí­renurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn

Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53.

Erlent

Rússar á leið til tunglsins

Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí.

Erlent

Rann­sókn lokið á mann­drápi í Dranga­hrauni

Rann­sókn lög­reglu á mann­drápi þann 17. júní síðast­liðinn í Dranga­hrauni í Hafnar­firði er lokið og málið komið til á­kæru­sviðs. Lög­regla telur lík­legt að farið verði fram á á­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir hinum grunaða.

Innlent

Rigning með köflum en styttir upp síð­degis

Veðurstofan gerir ráð fyir austan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag, en þrettán til átján metrum syðst. Rigning með köflum sunnan- og suðvestanlands, en styttir upp síðdegis. Skýjað austanlands, en allvíða bjartviðri norðantil á landinu.

Veður

Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert

Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum.

Erlent

Framkvæmdir dregist og skólasetningu frestað

Viðgerðir standa nú yfir á skólalóð Hagaskóla vegna myglu sem fannst í meirihluta bygginga. Uppbygging bráðabirgðahúsnæðis hefur dregist á eftir áætlun og því hefur skólasetningu í lok þessa mánaðar verið frestað.

Innlent

Allt að þrettán ára neyti vímuefna

Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir mikla aukningu hafa verið á tilkynningum í júlí. Þær eigi sameiginlegt vímuefnaneyslu og hegðunarvanda ungmenna. Hún segir þeim fjölga sem leiti til þeirra vegna yngri barna. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íbúi á Havaí líkir ástandinu á eyjunni Maui við hamfarasvæði eftir mannskæða gróðurelda. Lík fólks, sem reyndi að forða sér frá bálinu, skoli á land og hefur neyðarástandi verið lýst yfir. Þrjátíu og sex hið minnsta eru látnir.

Innlent

Bíða enn eftir niður­stöðum krufningar

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu bíður enn eftir endan­legri niður­stöðu krufningar vegna and­láts karl­manns sem lést í kjöl­far höfuð­höggs á skemmti­staðnum Lúx að­fara­nótt þess 24. júní síðast­liðinn.

Innlent

Or­lofs­húsið uppfyllti ekki bruna- og öryggis­kröfur

Orlofsheimilið sem brann í Frakklandi í gær og sem varð til þess að ellefu manns létust, uppfyllti ekki bruna- og öryggiskröfur samkvæmt staðgengli saksóknara. Þá hafi eigendur hússins haft leyfi til þess að hýsa sextán manns í húsinu, en alls 28 manns voru staðsettir inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði.

Erlent

Fyrsta skóflu­stungan að í­búðum VR í Úlfarsár­dal

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum fjölbýlishúsum VR á lóð félagsins í Úlfarsárdal í dag. Byggðar verða 36 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða leigðar til félagsfólks VR.

Innlent

Reyna að bjarga verð­mætum áður en vatn flæðir yfir

Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. 

Erlent