Innlent

Fara ekki í lögguna eftir nám

Mynd/Pjetur

Nokkur hluti nemenda við Lögregluskólann hefur sótt sér nám við skólann án þess að hyggja á starf í lögreglunni eftir útskrift.

Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps sem miðar að því að breyta lögum um lögreglunám.

Er lagt til að Lögregluskólinn greiði lögreglunemum laun í starfsnámi en nú ber ríkislögreglustjóra að sjá þeim fyrir launaðri starfsþjálfun.

Haft var eftir skólastjóra Lögregluskólans í Fréttablaðinu fyrir jól að samþykkt frumvarpsins væri forsenda þess að hann gæti tekið inn nýnema í byrjun febrúar.- bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×