Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn. Fótbolti 10.2.2025 10:15
Cousins búin að semja við Þrótt Eitt verst geymda leyndarmál kvennaboltans var afhjúpað í dag er Þróttur tilkynnti að Katie Cousins væri búin að semja við félagið. Íslenski boltinn 6.2.2025 14:01
FH hreppir Rosenörn og Kötlu FH-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir bæði karla- og kvennalið sitt fyrir komandi átök í Bestu deildunum. Íslenski boltinn 6.2.2025 13:39
Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Víkingur og Stjarnan/Álftanes mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í ár en þetta er staðfest á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 28. janúar 2025 13:01
Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Nýliðar FHL, sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar, voru að fá góðar fréttir af leikmannamálum félagsins. Íslenski boltinn 22. janúar 2025 10:20
Telma mætt til skosks stórveldis Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust. Fótbolti 21. janúar 2025 13:17
Þróttur fær aðra úr Árbænum Þróttur Reykjavík hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum síðan tímabilinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk. Klara Mist Karlsdóttir er gengin í raðir félagsins en hún lék síðast með Fylki. Íslenski boltinn 20. janúar 2025 20:32
Víkingar fá mikinn liðsstyrk Fótboltakonan Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er gengin í raðir Víkings frá Örebro í Svíþjóð. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Víking. Íslenski boltinn 17. janúar 2025 11:28
Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Ungstirnið Arnfríður Auður Arnarsdóttir er gengin í raðir bikarmeistara Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hún er fædd árið 2008 og kemur frá Gróttu þar sem hún hefur leikið til þessa. Valur greindi frá á samfélagsmiðlum sínum. Íslenski boltinn 14. janúar 2025 20:01
„Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Íslenski landsliðmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir segir það vilja markvarða íslenska landsliðsins að það sé mikil samkeppni um stöðuna í markrammanum. Samkeppnin sé á góðu nótunum en að auðvitað vilji allir á endanum spila. Mikilvægt EM ár fyrir íslenska landsliðið er runnið upp og markverðir liðsins hafa verið að gera mjög vel. Fótbolti 13. janúar 2025 12:02
Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson byrja frábærlega með kvennaliðs Vals en þeir tóku við liðinu af Pétri Péturssyni í vetur. Íslenski boltinn 12. janúar 2025 14:01
Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Þróttarar hafa fengið til sín efnilegan varnarmann úr Kópavogi fyrir átökin í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 8. janúar 2025 20:32
„Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Þór/KA hefur tryggt sér liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að fá Evu Rut Ásþórsdóttur frá Fylki. Íslenski boltinn 4. janúar 2025 15:08
Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, er á leið til skoska knattspyrnufélagsins Rangers. Fótbolti 2. janúar 2025 19:01
Berglind Björg í raðir Breiðabliks Framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks. Íslenski boltinn 2. janúar 2025 17:18
Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Knattspyrnusamband Íslands hefur birt drög að leikjadagskrá næstu leiktíðar. Tvær umferðir eru í Bestu deild karla fyrir páska og ein í Bestu deild kvenna sem jafnframt lýkur seinna en ella vegna Evrópumótsins í Sviss. Íslenski boltinn 2. janúar 2025 14:38
Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Framarar segjast hafa fengið jólagjöfina sína í ár þegar bandaríski framherjinn Murielle Tiernan skrifaði undir nýjan samning við félagið. Íslenski boltinn 22. desember 2024 15:02
„Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Arnór Smárason var á dögunum ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Hann sér mikil tækifæri hjá félaginu. Vill halda vel utan um yngri flokka félagsins, þróa hungraða og gæða mikla leikmenn sem gætu reynst meistaraflokkum Vals dýrmætir. Íslenski boltinn 14. desember 2024 11:02
Mist Funa komin heim Þróttarar hafa endurheimt uppalda stelpu fyrir átökin í Bestu deild kvenna í fótbolta næsta sumar. Íslenski boltinn 13. desember 2024 19:32
„Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Bandaríski sóknarmaðurinn Samantha Rose Smith hefur gengið frá samningi við Breiðablik út næsta tímabil og spilar því áfram með Kópavogsliðinu í Bestu deild kvenna sumarið 2025. Íslenski boltinn 10. desember 2024 23:33
Verður áfram í grænu næsta sumar Samantha Rose Smith verður áfram með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð. Þetta eru risastórar fréttir fyrir komandi fótboltasumar hér á landi. Íslenski boltinn 9. desember 2024 17:30
Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Arnór Smárason hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Hann tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi. Íslenski boltinn 8. desember 2024 11:26
Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta um tvö ár. Íslenski boltinn 27. nóvember 2024 09:41
Katrín áfram í Kópavogi Framherjinn Katrín Ásbjörnsdóttir mun leika áfram með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna að ári. Íslenski boltinn 20. nóvember 2024 16:45