Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Leikmannamál Tindastóls voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær en Stólarnir bíða og bíða eftir leikheimild fyrir leikmann sem er löngu kominn til landsins. Fótbolti 23.8.2025 17:05
Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Breiðablik vann afar sannfærandi 5-0 sigur þegar liðið fékk laskað lið Tindastóls í heimsókn á Kópavogsvöll í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 22.8.2025 18:30
Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gærkvöldi og fjögur mörk voru skoruð í þeim báðum. Þór/KA valtaði yfir FHL og vann 4-0 en Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við FH eftir að hafa komist tvisvar yfir. Mörkin má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 22.8.2025 12:00
Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn 20.8.2025 17:18
Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Valskonur sóttu þrjú stig í Laugardalinn í kvöld en þær unnu 2-0 sigur á heimakonum í Þrótti í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 20. ágúst 2025 19:50
KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ. Íslenski boltinn 19. ágúst 2025 15:30
Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Tindastóll og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin og rauða spjaldið í leiknum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 15. ágúst 2025 09:15
„Galið og fáránlegt“ Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, er brjálaður yfir því að Brookelynn Paige Entz hafi ekki fengið heimild til að spila leik liðsins gegn Þrótti fyrr í kvöld. Hann segir bæði félög búin að ganga frá pappírum, en „einhver ríkisstofnun“ hafi komið í veg fyrir að hún mætti spila. Íslenski boltinn 14. ágúst 2025 23:31
Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Tindastóll og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli í þrettándu umferð Bestu deildar kvenna. Liðin sitja áfram í þriðja og áttunda sæti deildarinnar en eru stiginu ríkari. Íslenski boltinn 14. ágúst 2025 20:00
Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Eftir að hafa verið undir í hálfleik kom Valur til baka og vann 4-2 sigur á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í gær. Jordyn Rhodes skoraði þrennu í seinni hálfleik og þá leit eitt af mörkum ársins dagsins ljós. Íslenski boltinn 14. ágúst 2025 15:32
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Valur tók á móti Stjörnunni á N1 vellinum á Hlíðarenda í 13. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Valskonur unnu 4-2 í miklum markaleik og skoraði Jordyn Rhodes, leikmaður Vals þrennu. Íslenski boltinn 13. ágúst 2025 20:50
Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Umræða um hártog í kvennafótbolta hefur skotið upp höfði hér á landi en starfsmaður hjá dómaranefnd KSÍ segir hártog harðbannað og alltaf verðskulda rautt spjald, sama hvort það hafi verið óvart eða ekki. Leikmenn megi spila með slegið hár og séu ekki skyldugir til að setja hárið í teygju, það sé á ábyrgð hins aðilans að toga ekki í hárið. Íslenski boltinn 13. ágúst 2025 17:22
Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Hallgrímur Heimisson, yfirþjálfari yngri flokka Vals og þjálfari 3. flokks karla í fótbolta, hefur ákveðið að taka slaginn með Matthíasi Guðmundssyni og Valsstelpunum í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 13. ágúst 2025 14:31
„Þetta var bara út um allt“ Thelma Lóa Hermannsdóttir var besti leikmaður vallarins í Kaplakrika í kvöld. Hún átti þátt fjórum af fimm mörkum FH í leiknum, skoraði þrennu og lagði upp eitt. Sannarlega frábær frammistaða, en fyrir leikinn hafði Thelma Lóa aðeins skorað tvö mörk í efstu deild. Fótbolti 12. ágúst 2025 21:36
„Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Breiðablik vann torsóttan 2-4 sigur á Víkingum í kvöld í Bestu deild kvenna. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn í leikslok en fannst leikmenn Breiðabliks í raun vera sjálfum sér verstar í kvöld. Fótbolti 12. ágúst 2025 20:48
Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Nýliðar FHL og Fram mættust í 13.umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld en FHL hafði ekki unnið einn einasta af fyrstu tólf leikjum sínum í sumar. Á því varð loks breyting í kvöld. Íslenski boltinn 12. ágúst 2025 17:17
Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Breiðablik styrkti stöðu sína á toppnum með 4-2 sigri á Víkingi á Víkingsvelli í kvöld Íslenski boltinn 12. ágúst 2025 17:17
Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Bestu mörkin tóku fyrir umdeilda dóma í leik Þróttar og Víkings í síðustu umferð Bestu deildar kvenna. Norski dómarinn Marit Skurdal hafði í nægu að snúast í leiknum og hártog þýddi bara eitt í hennar augum. Íslenski boltinn 10. ágúst 2025 11:32
Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Björgvin Karl Gunnarsson var ánægður með leik FHL þrátt fyrir 0-2 tap fyrir FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. FH skoraði fyrra mark sitt á 76. mínútu. FHL var án þriggja erlendra leikmanna og lagði þess vegna upp með að spila þétta vörn sem gekk nokkuð vel. Íslenski boltinn 9. ágúst 2025 17:07
Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL FH náði öðru sæti Bestu deildar kvenna af Þrótti í dag með 0-2 sigri á FHL í Fjarðabyggðarhöllinni. FH var klárlega betra liðið en mörkin létu bíða eftir sér. Íslenski boltinn 9. ágúst 2025 16:40
Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Þróttur minnkaði forskot Breiðabliks á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Víkingum í Laugardalnum. Nú má sjá mörkin og rauða spjaldið hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 9. ágúst 2025 10:20
Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Þróttar komu í fyrri hálfleik. Heimakonur spiluðu síðustu átján mínútur einni færri og náðu að loka leiknum. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 8. ágúst 2025 21:02
„Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var ánægður með að liðið hafi klárað leikinn einum færri síðustu átján mínúturnar. Sport 8. ágúst 2025 20:47
„Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Valur vann 1-2 sigur á Þór/KA í 12. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í kvöld. Öll mörkin komu í seinni hálfleik og skoruðu Valskonur sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en heimakonur voru þá nýbúnar að jafna leikinn úr vítaspyrnu. Íslenski boltinn 7. ágúst 2025 21:04
„Ákvað bara að láta vaða“ Kristin Dís Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði draumamark í kvöld gegn Fram þegar hún kom Breiðabliki í 2-0 með bylmingsskoti fyrir utan teig í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 7. ágúst 2025 20:58