Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Það tók ekki langan tíma fyrir Fram að losna af lista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, yfir félög í félagaskiptabanni. Grótta er hins vegar enn í banni. Íslenski boltinn 10.2.2025 08:32
Tvær þrennur í níu marka stórsigri Þór/KA vann 9-0 stórsigur gegn Tindastóli í fyrstu umferð Lengjubikars kvenna. KA sótti 0-1 sigur til Njarðvíkur í annarri umferð Lengjubikars karla. Íslenski boltinn 9.2.2025 18:55
Hrannar með þrennu gegn Þór Sex leikir fóru fram síðdegis í Lengjubikarskeppnum karla og kvenna. Íslenski boltinn 8.2.2025 18:34
Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Húsvíkingurinn ungi Jakob Gunnar Sigurðsson mun leika með Þrótti í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar. Hann fer á láni frá KR. Íslenski boltinn 7. febrúar 2025 10:06
Framarar lausir við Frambanann HK hefur tryggt sér þjónustu Þorsteins Arons Antonssonar næsta sumar en hann var á láni hjá félaginu í Bestu deildinni síðasta sumar. Íslenski boltinn 6. febrúar 2025 17:00
Cousins búin að semja við Þrótt Eitt verst geymda leyndarmál kvennaboltans var afhjúpað í dag er Þróttur tilkynnti að Katie Cousins væri búin að semja við félagið. Íslenski boltinn 6. febrúar 2025 14:01
FH hreppir Rosenörn og Kötlu FH-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir bæði karla- og kvennalið sitt fyrir komandi átök í Bestu deildunum. Íslenski boltinn 6. febrúar 2025 13:39
Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Nýliðar Fram í Bestu deild kvenna eru að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabilið í efstu deild síðan 1988. Nýjasti leikmaðurinn kemur frá FH og er boðin velkomin í Dal draumanna á miðlum Fram. Íslenski boltinn 5. febrúar 2025 18:00
Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Sóknarmaðurinn Kristófer Orri Pétursson hefur skrifað undir eins árs samning við Bestu deildar lið KR. Þetta kemur fram í tilkynningu á samfélagsmiðlum félagsins. Íslenski boltinn 5. febrúar 2025 11:29
Aron Sig nýr fyrirliði KR Aron Sigurðarson er nýr fyrirliði KR og mun því bera fyrirliðabandið þegar liðið hefur leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í apríl næstkomandi. Íslenski boltinn 4. febrúar 2025 23:15
Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks þegar liðin hófu leik í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Lokatölur í Fífunni í Kópavogi 1-3. Íslenski boltinn 4. febrúar 2025 22:03
Heiðdís aftur í Kópavoginn Heiðdís Lillýardóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks eftir að hafa spilað undanfarið erlendis í atvinnumennsku. Íslenski boltinn 4. febrúar 2025 18:18
Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta vissu allan tímann stöðuna á viðræðum félagsins við Katie Cousins einn allra besta leikmann Vals og Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Samningar náðust ekki milli Vals og Katie sem er á leið í Þrótt Reykjavík. Íslenski boltinn 4. febrúar 2025 15:44
Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra Katie Cousins, einn besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta undanfarin ár, hefur samið um að snúa aftur til Þróttar og spila með liðinu á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 4. febrúar 2025 15:05
FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett bæði Fram og Gróttu í félagaskiptabann í að hámarki næstu þrjá félagaskiptaglugga. Félögin og KSÍ furða sig á samskiptaleysi af hálfu FIFA en ekki mun vera um alvarleg brot að ræða og talið auðleyst að losa félögin úr banni. Íslenski boltinn 4. febrúar 2025 14:50
„Það fór eitthvað leikrit í gang“ Nýr leikmaður Víkings er spenntur fyrir því að læra af þjálfaranum Sölva Geir Ottesen og segir ekki skref aftur á bak að snúa heim úr atvinnumennsku. Hann stökk á tilboð Víkinga eftir svokallað leikrit sem danska liðið SönderjyskE setti á svið. Íslenski boltinn 4. febrúar 2025 11:02
Ísfold Marý til liðs við Víking Ísfold Marý Sigtryggsdóttir hefur samið við Víking og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 3. febrúar 2025 23:02
Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Aron Sigurðarson og Stefán Árni Geirsson skoruðu mörkin er KR hóf Lengjubikarinn með 2-0 sigri á Keflavík. Íslenski boltinn 3. febrúar 2025 22:32
Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Birni Berg Bryde hefur verið vikið úr starfi aðstoðarþjálfari karla hjá knattspyrnuliði Stjörnunnar. Sú ákvörðun mun hafa verið tekin eftir að Björn pantaði sér ferð til Spánar, til að vera viðstaddur sextugsafmæli mömmu sinnar í janúar. Íslenski boltinn 3. febrúar 2025 12:30
Róbert Orri semur við Víkinga Róbert Orri Þorkelsson er kominn aftur heim til Íslands og spilar með Víkingum í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 2. febrúar 2025 17:21
Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Breiðablikskonur byrjuðu vel í Lengjubikar kvenna í fótbolta en liðið vann 4-2 sigur á FH í fyrsta leik mótsins sem fór fram í Skessunni í Hafnarfirði í dag. Íslenski boltinn 1. febrúar 2025 13:14
Guy Smit frá KR til Vestra Hollenski markvörðurinn Guy Smit er genginn í raðir Vestra og mun verja mark félagsins í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 1. febrúar 2025 10:49
Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Með því að spila ólöglegum leikmanni, Stíg Diljan Þórðarsyni, í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu hefur lið Víkings Reykjavíkur sankað að sér sektum. Félagið vissi að með því að spila honum myndu þeir fá sekt en þeim finnst tvöföld sekt eftir síðasta leik frá KSÍ aðeins of vel í lagt. Íslenski boltinn 1. febrúar 2025 09:33
Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Breiðablik er Þungavigtarbikarmeistari eftir 4-2 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik, öll sex mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Íslenski boltinn 31. janúar 2025 21:57