Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gylfi Þór snið­genginn

Á vef í­þrótta­miðilsins Give Me Sport á dögunum birtist at­hyglis­verður listi yfir tíu bestu fót­bolta­menn Ís­lands frá upp­hafi. En fjar­vera eins leik­manns á listanum vekur þó mikla at­hygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðs­sonar er hvergi að finna á umræddum lista.

Fótbolti
Fréttamynd

„Gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar á­fram“

Davíð Smári Lamude, þjálfari Bestu deildar liðs Vestra, var svekktur eftir 3-1 tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í kvöld. Hann ákvað að gefa sænsk ættaða markverðinum Karl William Eskelinen traustið í markinu þrátt fyrir martraðarframmistöðu Svíans í síðustu umferð gegn Val og fannst hann fá svar frá honum í kvöld. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kæra fólsku­legt brot í Kaplakrika: „Ein­beittur brota­vilji“

Fólsku­legt brot sem átti sér stað í leik FH og Tinda­stóls, en fór fram hjá dómara­t­eyminu, í Bestu deild kvenna í fót­bolta í gær­kvöldi hefur verið kært til Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands. Þetta stað­festir Adam Smári Her­manns­son, for­maður knatt­spyrnu­deildar Tinda­stóls í sam­tali við Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján stígur til hliðar hjá Stjörnunni

Kristján Guðmundsson hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta og tekur Jóhannes Karl Sigursteinsson við sem þjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Íslenski boltinn