![picture](https://www.visir.is/dre/i/C534A223FE9139D5D3164A0DD0E2B64E7511965470E905FE050864EEFA5ACAA2.jpg)
Innherji
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/126819942E5B27E3D5BB7AB10CBF731AA05B644DDD6AF63FAF3EA24403B615C1_713x460.jpg)
Verðbólgumælingin var ekki „jafn uppörvandi“ og lækkunin gaf til kynna
Ef ekki hefði komið til lækkunar húsnæðisliðarins og flugfargjalda umfram spár greinenda þá hefði mælda tólf mánaða verðbólgan hækkað í fimm prósent í janúar, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem óttast „vaxandi tregðu“ í þeirri verðbólgu sem eftir stendur. Þótt nýjasta verðbólgumælingin hafi ekki verið „jafn uppörvandi“ og hjöðnunin gaf til kynna þá ætti hún samt að „innsigla“ aðra fimmtíu punkta vaxtalækkun í næstu viku, meðal annars vegna þess að verðbólguvæntingar eru á hraðri niðurleið.
Fréttir í tímaröð
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/3AFDB05D7439ECEDD38E95FEAFE42353C35DC34C44930E4BDD663992EEFA085B_713x460.jpg)
Hækkandi verðtryggingarjöfnuður setur þrýsting á vaxtamun Landsbankans
Áframhaldandi eftirspurn heimila og fyrirtækja í verðtryggð lán, ásamt uppgreiðslu á sértryggðum skuldabréfaflokki, þýddi að verðtryggingarmisvægi Landsbankans rauk upp um ríflega sjötíu milljarða á síðasta fjórðungi ársins 2024. Sögulega hár verðtryggingarjöfnuður samhliða lækkun verðbólgu hefur sett þrýsting á vaxtamun bankans, sem lækkaði skarpt undir lok ársins, og hreinar vaxtatekjur drógust þá saman um ellefu prósent.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/8CC047FE6C3312EAEBDD29D93F07AFC63B0FA2E561F3A30540DED9C2B789469C_713x460.jpg)
Skörp hjöðnun verðbólgu greiðir leiðina fyrir aðra stóra vaxtalækkun
Með lækkun verðbólgunnar í janúar, sem var nokkuð á skjön við meðalspá sex greinenda, eru núna yfirgnæfandi líkur á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka meginvexti um fimmtíu punkta í annað sinn í röð þegar ákvörðunin verður kunngjörð í næstu viku. Verðbólguálagið lækkaði skarpt á markaði í dag, einkum á styttri endanum, og þá er hátt raunvaxtastig farið að hægja mjög á hækkunum á húsnæðismarkaði.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/0A3DE8BB955BA89E031B7FA2D11FF860851D8AE4EE235688821D6D01D8D0CA61_713x460.jpg)
Setja á fót fimm milljarða framtakssjóð sem fjárfestir í Bretlandi
Kvika eignastýring hefur klárað fjármögnun á nýjum framtakssjóði, sem ber heitið Harpa Capital Partners II, en tekið var við áskriftum fyrir jafnvirði meira en fimm milljarða íslenskra króna. Sjóðsfélagar samanstanda af stórum hópi innlendra og breskra fjárfesta en Harpa mun fjárfesta einungis í fyrirtækjum í Bretlandi þar sem Kvika er með starfsemi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/364EF111F3115B7F5D6AA470E47A094C91A4203CDF28190ABB67896C35DB3749_713x460.jpg)
Arctic Therapeutics sækir fjóra milljarða frá innlendum og erlendum fjárfestum
Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics hefur klárað jafnvirði um fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu frá breiðum hópi innlendra og erlendra fjárfesta, meðal annars fjárfestingafélagi Samherja-fjölskyldunnar og norrænu rannsóknarsamsteypunni Sanos Group. Fjármögnunin mun tryggja að félagið geti hafið klínískar rannsóknir á lyfjum við heilabilun og húðbólgusjúkdómum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/F2DFCCE2DC58D0211E92DD9148B75FDFA222E21E9D54E8F76CFC5A0A2F5D84FF_713x460.jpg)
Hátt raungengi að nálgast „þolmörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir
Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/BF8DD76684C0303019871BADED4791383BDA5B4FD5D6D12DA561264F510C26BC_713x460.jpg)
Fer hörðum orðum um kjarasamninga og segir nálgun SA hafa beðið „skipbrot“
Nálgun Samtaka atvinnulífsins í síðustu kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, með áherslu á krónutöluhækkanir fyrir þá sem eru á taxtalaunum og valdið launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja, hefur beðið „skipbrot“ að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, en hún er jafnframt stjórnarmaður í SA og var áður í framkvæmdastjórn samtakanna. Vegna þessarar nálgunar „datt henni ekki í hug“ að samþykkja svonefndan stöðugleikasamning á liðnu ári á vettvangi SA og telur að með sama áframhaldi muni það leiða til þess að atvinnugreinarnar „fari í sundur“ og sjái um það sjálfar að semja við stéttarfélögin.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/494A8F39F16E6D04614CEEFF4FF2A826C8749851D16ED0172742EE99269BDDAE_713x460.jpg)
Sögur sem sameina okkur virðast vera á undanhaldi
„Góð saga er saga sem við skiljum. Það ríkir sögustríð í heiminum og við sjáum ósannar sögur fljúga og færa mönnum auð og völd,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur í viðtali* þar sem hann ræðir meðal annars hvernig sögur geta haft áhrif í atvinnulífinu. Fyrir fyrirtæki þurfi sagan hins vegar auðvitað að standa á einhverju sem er raunverulegt, annars fellur hún. Það sé alltaf góð saga að afhjúpa ranga sögu.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/7E14820E272D15FA2F0141680F382D053B7E3A00F85FCD559CD364552800D328_713x460.jpg)
Spá meiri arðsemi Arion en minni vaxtatekjur taki niður afkomu Íslandsbanka
Útlit er fyrir afkomubata á milli ára á fjórða ársfjórðungi 2024 hjá Arion, drifið áfram af sterkum grunnrekstri, enda þótt ólíklegt sé að það muni duga til að bankinn nái þrettán prósenta arðsemismarkmiði sínu fyrir árið í heild, ef marka má spár greinenda. Þrátt fyrir væntingar um talsvert minni niðurfærslu á eignum þá er reiknað með því að afkoma Íslandsbanka dragist saman, einkum vegna samdráttar í hreinum vaxtatekjum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/52EE7C7B99E270C961E4010B27CCDA7C370370723F4A1BC4C67B6A7CA40311FD_713x460.jpg)
Útlit fyrir óbreyttan verðbólgutakt í aðdraganda næstu vaxtaákvörðunar
Fæstir hagfræðingar eiga von á því að verðbólgan muni hjaðna milli mánaða þegar mælingin fyrir janúar verður birt eftir tvær vikur, nokkrum dögum áður en peningastefnunefnd kemur saman, en miðað við meðalspá sex greinenda er útlit fyrir að tólf mánaða takturinn haldist óbreyttur annan mánuðinn í röð. Gangi bráðabirgðaspár eftir ætti verðbólgan hins vegar að taka nokkra dýfu í framhaldinu og vera komin undir fjögurra prósenta vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax í marsmánuði.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/C707A508603578A7742DB07825DBDB50EA336D30314679AC79982068369CAA19_713x460.jpg)
Raunvextir Seðlabankans orðnir hærri en þeir mældust við síðustu vaxtalækkun
Eftir skarpa lækkun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila stóðu raunstýrivextir, eins og Seðlabankinn metur þá, í hæstu hæðum í lok síðasta árs og eru þeir núna lítillega hærri en þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti um fimmtíu punkta á fundi sínum í nóvember. Að óbreyttu ætti sú þróun að auka líkur á stórri vaxtalækkun í febrúar en á sama tíma hefur undirliggjandi verðbólga haldið áfram að lækka og mælist nú ekki minni, að sögn Seðlabankans, síðan í árslok 2021.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/ECC3D98271EDE9804C29D5AA173888D8131102A9FBC3B30F5C8D7F0E5A8104FA_713x460.jpg)
Lækkun verðbólguvæntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðlabankanum
Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DBD61A7E0F451BD5FDC7401625B8E9508EC7426960633522B014256DC71FAFE7_713x460.jpg)
Íslenskir fjárfestar koma að fjármögnun á skráðu norsku líftæknifyrirtæki
Hópur íslenskra einkafjárfesta kemur að fjármögnun á Arctic Bioscience, skráð á hlutabréfamarkað í Noregi, með kaupum á breytanlegum skuldabréfum en líftæknifyrirtækið hefur sótt sér jafnvirði samtals hundruð milljóna íslenskra króna frá núverandi hluthöfum og nýjum fjárfestum. Hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað skarpt á markaði eftir að fjármögnunin var tryggð.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/E781261D636BA5D9E2270F5A6C4918591AE13CC08AA9B3F2C0326D9CE8E02385_713x460.jpg)
Samkaup verðmetið á yfir níu milljarða í hlutafjáraukningu verslunarkeðjunnar
Samkaup freistar þess núna að sækja sér aukið fjármagn frá núverandi hluthöfum en miðað við áskriftargengið í yfirstandandi hlutafjáraukningu, sem á að klárast í vikunni, er hlutafjárvirði verslunarsamsteypunnar talið vera ríflega níu milljarðar króna. Félagið skilaði talsverðu tapi á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi rekstraraðstæðum en mikil samlegðaráhrif eru áætluð með boðuðum samruna Samkaupa og Heimkaupa.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/883E888ED36113BFB85856884CB1C85BB2364689912FBBE1B2114082C2373ACB_713x460.jpg)
Fékk yfir þrjú hundruð milljóna bónus þegar samruni JBT og Marel kláraðist
Árni Sigurðsson, sem er núna tekinn við sem aðstoðarforstjóri JBT-Marel, fékk í sinn hlut sérstaka bónusgreiðslu upp á samanlagt meira en þrjú hundruð milljónir króna þegar risasamruni félaganna formlega kláraðist í byrjun þessa árs. Til viðbótar fær Árni einnig umtalsverðan árangurstengdan kaupauka vegna ársins 2024 og samkvæmt nýjum ráðningarsamningi innihalda launakjör hans hjá sameinuðu fyrirtæki margvíslegar hvatatengdar greiðslur, meðal annars umfangsmikla kauprétti og annars konar bónusgreiðslur.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/66E4D3328D19C62DDD2726342FA67C6469575CBED989FF362595DCA9B1E3101D_713x460.jpg)
Ábyrgðin er borgarstjóra
Skipulagsskelfingin við Álfabakka er skýr birtingarmynd bágrar fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/A6F6B13C035A178E5C7783A5336598EC8E7AC502C7E4CA934F1526D808BB1000_713x460.jpg)
Framtakssjóður Stefnis kaupir meirihluta hlutafjár í Internet á Íslandi
Framtakssjóðurinn SÍV IV í rekstri Stefnis hefur náð samkomulagi við hluthafa Internets á Íslandi (ISNIC), sem sér um rekstur .is lénakerfisins, um kaup á meirihluta hlutafjár í félaginu. Stærsti einstaki hluthafinn fór með þrjátíu prósenta eignarhlut fyrir viðskiptin en félagið skilaði yfir tvö hundruð milljóna rekstrarhagnaði á árinu 2023.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/5D707881AC7B9D007D2289BA4555A9070EA670E7682BF831274C102B0022EC36_713x460.jpg)
Biðstaða á gjaldeyrismarkaði eftir um 100 milljarða greiðslu til hluthafa Marel
Engin merki eru enn um að þeir miklu fjármunir sem voru greiddir út í erlendum gjaldeyri til íslenskra fjárfesta í byrjun ársins við yfirtöku JBT á Marel séu að leita inn á millibankamarkaðinn, að sögn gjaldeyrismiðlara, en gengi krónunnar hefur lækkað lítillega eftir snarpa styrkingu fyrr í haust, meðal annars vegna umfangsmikilla kaupa erlendra vogunarsjóða í Marel. Ætla má að lífeyrissjóðir hafi fengið í sinn hlut samanlagt jafnvirði nærri 50 milljarða í reiðufé við söluna en ósennilegt er að sjóðirnir muni selja þann gjaldeyri fyrir krónur.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/4C82C75D984D61E1138DCA906A19C35D17556BF15F0B75CF4E3D36A087071D5E_713x460.jpg)
Gengi Oculis í hæstu hæðum en erlendir greinendur telja það eiga mikið inni
Fjárfestar og greinendur hafa brugðist afar vel við jákvæðum niðurstöðum rannsóknar á mögulega byltingarkenndu lyfi Oculis við sjóntaugabólgu og hlutabréfaverð líftæknifyrirtækisins er núna í hæstu hæðum, meðal annars eftir hækkun á verðmatsgengi hjá sumum fjármálafyrirtækjum. Mikil velta var í dag með bréf Oculis í Kauphöllinni, sem er orðið verðmætara að markaðsvirði en Hagar, og er gengi bréfa félagsins upp um meira en fimmtíu prósent á örfáum mánuðum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/B940A8D25DCCC310FB27B821A866A865045A5FC9BC048F5039A45A96D9AC29EA_713x460.jpg)
Áformar að auka vægi innlendra hlutabréfa ólíkt öðrum stærri lífeyrisjóðum
Ólíkt öðrum stærri lífeyrissjóðum landsins áformar Birta að auka nokkuð vægi sitt í innlendum hlutabréfaeignum á árinu 2025 frá því sem nú er á meðan sjóðurinn ætlar á sama tíma að halda hlutfalli erlendra fjárfestinga nánast óbreyttu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hyggst hins vegar stækka enn frekar hlutdeild erlendra hlutabréfa í eignasafninu samhliða því að minni áhersla verður sett á íslensk hlutabréf.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/C41D62CD0553305F84F0A866BBBA673626666F6B36E6A85985F83687705748CA_713x460.jpg)
Brunnur skilar sex milljörðum til hluthafa með afhendingu á bréfum í Oculis
Brunnur vaxtarsjóður, fyrsti kjölfestufjárfestirinn í Oculis, hefur skilað rúmlega sex milljörðum króna til hluthafa sinna með afhendingu á allri hlutafjáreign sjóðsins í augnlyfjaþróunarfyrirtækinu. Oculis var skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra og annar stofnenda Brunns, sem sat í stjórn félagsins um árabil, segir það alltaf hafa verið álit sitt að Oculis verði að lokum yfirtekið af einum af stóru alþjóðlegu lyfjarisunum þegar það fær markaðsleyfi fyrir sitt fyrsta lyf, líklega snemma árs 2026.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/580E2C30068AA9B944AEC15FFAF42DF4B7E4DBE1FCE7FE7514C531A155C8A617_713x460.jpg)
Íslandsbanki umbreytir láni til Havila í hlutafé og verði einn stærsti hluthafinn
Íslandsbanki hefur umbreytt lánum sem voru veitt til Havila Shipping í hlutafé og verður bankinn í kjölfarið einn stærsti hluthafi norska fyrirtækisins með um sjö prósenta eignarhlut. Hlutabréfaverð skipafélagsins féll um liðlega sjötíu prósent í fyrra samhliða versnandi afkomu en íslenskir bankar – Íslandsbanki og Arion – töpuðu milljörðum króna á lánveitingum sínum til Havila fyrir um einum áratug.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/0FBFD690529810B51C770116B89746A694235C540A7AFD0928AA35130EBEF872_713x460.jpg)
Útgáfuáætlun ríkisbréfa upp á um 180 milljarða í hærri kantinum
Áætlað er að heildarútgáfa ríkisbréfa á árinu 2025 verði um 180 milljarðar króna, nokkuð meira en í fyrra, en til að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs kemur jafnframt til greina að ganga á innstæður í erlendum gjaldeyri hjá Seðlabankanum. Umfang nýbirtrar útgáfuáætlunar Lánamála er heldur í hærri kantinum miðað við væntingar fjárfesta og markaðsaðila og hefur ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hækkað á markaði í dag.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/58F055B8C7A8A7A3850A7E4F87022F2FCC8B64E8414CD385121D235130AF32E5_713x460.jpg)
Umsvifin verið mikil hjá Verkís og helstu áskoranir snúið að mönnun
Þótt útlit sé fyrir að umsvifin hjá Verkís verði eitthvað minni á nýju ári miðað við fyrri ár þá verður nóg að gera, að mati framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar, en helstu áskoranir fyrirtækisins að undanförnu hafa snúið að mönnun. Hann segir að í starfsemi Verkís verði félagið áþreifanlega vart við þörf á uppbyggingu og viðhaldi innviða og samgöngumannvirkja.