Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Gunnlaugur Árni Sveinsson fagnaði sigri með liði sínu LSU og hafnaði sjálfur í 3. sæti í einstaklingskeppninni á afar sterku móti í bandaríska háskólagolfinu í gær. Golf 19.3.2025 09:01
Happy Gilmore snýr aftur Happy Gilmore snýr aftur á golfvöllinn eftir tæplega þrjátíu ára fjarveru þann 25. júlí þegar framhald sígildu golfgrínmyndarinnar kemur út á Netflix. Ný stikla úr myndinni var frumsýnd í dag. Bíó og sjónvarp 18.3.2025 18:38
McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Norður-Írinn Rory McIlroy hélt upp á St. Patricks Day, eða dag heilags Patreks, með ógleymanlegum hætti í dag. Hann vann nefnilega JJ Spaun af miklu öryggi í þriggja holna framlengingu á Players meistaramótinu. Golf 17.3.2025 14:04
Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) segir að reynt verði að hlífa trjágróðri eftir fremsta megni þegar nýjar golfbrautir verða mótaðar í skógræktarsvæði í Smalaholti. Klúbburinn fær svæðið í stað lands sem Garðabær tekur undir nýja íbúðabyggð. Innlent 10. mars 2025 08:00
Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Nú er orðið ljóst að Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda á Players meistaramótinu sem hefst næsta fimmtudag á TPC Sawgrass vellinum. Hann hefur undanfarið syrgt móður sína sem lést í síðasta mánuði. Golf 8. mars 2025 10:46
Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Tiger Woods er óviss hvort hann keppir á Players meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Hann er enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar. Golf 6. mars 2025 16:03
Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Sýn hf. og European Tour Productions hafa undirritað samning um að Stöð 2 Sport verði heimili DP World Tour næstu árin. Golf 6. mars 2025 08:41
Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Ástralinn Ryan Peake tryggði sér sæti á Opna breska meistaramótinu í golfi með því að vinna Opna nýsjálenska meistaramótið. Hann sat í fangelsi á sínum yngri árum. Golf 2. mars 2025 10:30
Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Úrval Útsýn býður upp á fjölmarga skemmtilega og spennandi áfangastaði næstu mánuði, hvort sem það eru ferðir í sólina eða borgarferðir. Í mars höfum við lækkað verð á öllum sólarpökkum til Tenerife og Kanaríeyja þar sem sólarstrendur, golfvellir og spennandi útivistarmöguleikar bíða landsmanna. Í tilefni 70 ára afmælis Úrvals Útsýnar í ár býður ferðaskrifstofan 10.000 kr. bókunarafslátt á bókun í leiguflugi með afsláttarkódanum UU70. Afslátturinn gildir frá og með 1. apríl 2025. Lífið samstarf 1. mars 2025 09:02
Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Enski kylfingurinn Dale Whitnell fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum á Investec South African Open Championship í dag. Golf 28. febrúar 2025 15:00
Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Landeigandi í Laxnesi í Mosfellsdal hefur höfðað mál gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar til þess að banna kylfingum að aka bílum sínum að Bakkakotsvelli um veg sem liggur að hluta um land hans. Framkvæmdastjóri klúbbsins segir félagsmenn hafa ekið veginn frá því að völlurinn opnaði á 10. áratug síðustu aldar. Innlent 26. febrúar 2025 07:01
Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Hlutirnir gengu ekki alveg nógu vel hjá Tiger Woods í nýju golfhermisdeildinni hans í nótt. Liðsfélagar hans í Jupiter Links gátu ekki bjargað honum því þeir áttuðu sig of seint að eitthvað var að. Golf 19. febrúar 2025 07:30
Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Bandaríski atvinnukylfingurinn Tiger Woods hefur hætt við að taka þátt í golfmótinu á Torrey Pines en þetta mót hans er hluti af PGA mótaröðinni. Golf 10. febrúar 2025 18:47
Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, ætlar sér að snúa aftur á PGA-mótaröðina í golfi þegar Genesis Invitational mótið fer fram um næstu helgi. Golf 8. febrúar 2025 10:02
Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Opna bandaríska risamótið í golfi mun taka inn kylfinga af LIV mótaröðinni þegar mótið fer fram í ár. Golf 5. febrúar 2025 21:02
Tiger syrgir móður sína Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, greindi frá því í gær að móðir hans hefði fallið frá. Í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum segir Tiger að móðir sín hafi verið sinn stærsti aðdáandi og mesti stuðningsmaður. Golf 5. febrúar 2025 09:28
Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Formaður starfshóps sem Hafnarfjarðarbær hefur skipað til að finna staðsetningu fyrir nýjan golfvöll segist líta til þess að hann verði að almennu útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Báðir golfklúbbar bæjarins eru áhugasamir um að reka nýjan völl. Innlent 3. febrúar 2025 07:00
Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að rita nýja kafla í íslenska golfsögu, etir að hafa fyrstur íslenskra kylfinga verið valinn í úrvalslið Evrópu fyrir Bonallack-bikarinn sem fram fór í þessum mánuði. Golf 23. janúar 2025 15:32
Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Sádiarabískir eigendur LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra í stað Gregs Norman sem hefur stýrt henni frá byrjun. Ný framkvæmdastjórinn hefur meðal annars komið nálægt rekstri bandarískra körfubolta- og íshokkíliða. Viðskipti erlent 16. janúar 2025 11:13
Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Íslenski landsliðshópurinn í golfi er í æfingaferð á La Finca á Spáni og þar var boðið upp á svakalega spilamennsku í dag. Golf 15. janúar 2025 19:02
Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í vikunni þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Golf 12. janúar 2025 23:16
„Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Þúsund manna bíða eftir því að komast að í golfklúbbum höfuðborgarsvæðisins og getur biðin tekið nokkur ár í sumum þeirra. Forseti Golfsambands Íslands segir biðlistana hrikalega og kallar eftir auknum stuðningi og skilningi frá sveitarfélögum. Innlent 12. janúar 2025 10:39
Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun. Golf 10. janúar 2025 11:55
Allt jafnt fyrir lokadaginn Gunnlaugur Árni Sveinsson og Svíinn Algot Kleen urðu að sætta sig við tvö töp í dag, á öðrum degi Bonallack-bikarsins í golfi. Staðan er engu að síður jöfn í keppninni, sem er á milli úrvalsliðs Evrópu og úrvalsliðs Asíu og Eyjaálfu. Golf 9. janúar 2025 15:17