Skoðun

Fréttamynd

Yazan, Kant og sið­leg breytni á Ís­landi

Gunnar Hersveinn skrifar

Hvað myndi gamli Kant segja við íslensk yfirvöld eða ráðleggja þeim varðandi stöðu Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs, varðandi hvort þau ættu að hætta við að endursenda hann og fjölskyldu hans í óvissu á Spáni eða ekki?

Skoðun

Fréttamynd

Dauðinn og skattarnir

Fyrir skemmstu tóku starfsmenn hins opinbera hlutafélags Isavia ákvörðun um að innheimta nýtt gjald af þeim notendum innanlandsflugs sem voguðu sér að koma á eigin bíl á flugvellina.

Skoðun
Fréttamynd

Flug frá Kefla­vík til Köben tekur styttri tíma en meðaltími nauðgunar

Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

Kynferðisofbeldi á ekkert skylt með kynlífi. Ofbeldið sem er beitt er í formi valdníðslu og djúprar fyrirlitningar. Markmiðið er að hafa vald yfir þér. Ef fólk hefur ekki velt því fyrir sér hver meðaltíminn er sem kynferðisofbeldi stendur yfir að þá eru það um 4,5 klukkustundir. Flug frá Keflavík til Köben tekur styttri tíma en meðaltími nauðgunar. Það má vera að sumir skilji ekki hvernig karlmaður gæti enst svona lengi en raunin er sú, enn og aftur, að kynferðisofbeldi er ekki kynlíf og á ekkert skylt við kynlíf.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna getur ein greiðsla á ári frá TR verið góður kostur?

Sigurjón Skúlason skrifar

Sífellt fleiri lífeyrisþegar kjósa að nýta sér eina greiðslu á ári frá Tryggingastofnun (TR) til að koma í veg fyrir endurgreiðslu til TR í kjölfar árlegs uppgjörs, en ein greiðsla á ári er einmitt góður kostur fyrir lífeyrisþega með háar og breytilegar tekjur.

Skoðun
Fréttamynd

Af málathöfnum

Gauti Kristmannsson skrifar

Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar

Skoðun
Fréttamynd

Etanól í glansumbúðum

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar

Eitt af því sem vakti athygli mína þegar ég flutti til Bretlands fyrst, 19 ára gömul, var frjálsleg áfengisneysla þjóðarinnar. Við höfum jú öll heyrt um breska pöbbamenningu sem Íslendingar reyndu stíft að koma á eftir 1. mars 1989 en þarna varð ég vitni að því að vikuleg matarinnkaup venjulegrar, miðstéttarfjölskyldu innihéldu 6-8 flöskur af hvítvíni og nokkrar kippur af bjór.

Skoðun
Fréttamynd

Kæri Jón Kal­dal

Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar

Jón Kaldal skrifar skoðanagrein í fyrradag, þar sem hann fagnar því að frumvarp um lagareldi hafi ekki náð fram að ganga. Það er skiljanlegt að Jón, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sé gagnrýninn á lagareldisfrumvarpið.

Skoðun
Fréttamynd

Fölsk vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður?

Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi, var starfsmanni sem hafði nýlega sagt frá því að hann ætti von á barni, sagt upp störfum. Um er að ræða verðandi föður og á fundinum þar sem honum var afhent uppsagnarbréfið sagði hann að þetta gæti ekki verið lögleg uppsögn þar sem hann væri verndaður skv. fæðingarorlofslögum. Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur. 

Skoðun
Fréttamynd

Gaza - hvað getum við gert?

Guðrún María Jónsdóttir, Hulda María Einarsdóttir, Sunna Snædal og Theódór Skúli Sigurðsson skrifa

Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð.

Skoðun
Fréttamynd

Palestína og Vestur-Sahara – Tvær von­lausar aðskilnaðarhreyfingar

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki.

Skoðun
Fréttamynd

Græn svæði

Rúna Sif Stefánsdóttir skrifar

Vegna ákvörðunar borgarinnar um þéttingu byggðar á reitnum hér hjá okkur í Sóleyjarima, Grafarvogi (og fleiri stöðum í Grafarvogi) finnst mér ég knúin til þess að benda á lýðheilsumál sem borgin státir sig af að fylgja og hafa þarf að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

HSÍ er okkur öllum til skammar

Björn B. Björnsson skrifar

Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um.

Skoðun
Fréttamynd

Stór skref í átt að rétt­læti

Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Nýsamþykkt frumvarp félags- og vinnumarkaðsherra um breytingar á lífeyriskerfinu mun bæta stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Einföldun lífeyriskerfisins, sem ÖBÍ hefur lengi barist fyrir, skiptir nefnilega verulegu máli og stuðlar að enn sterkari hagsmunabaráttu.

Skoðun
Fréttamynd

Ógreindir víkingar

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa

Getur verið að víkingarnir sem réðu hér öllu um þar síðustu aldamót hafi verið meira og minna ofvirkir? Að þeir hafi siglt yfir úfin höf vegna þess að þeir voru mögulega búnir að brenna allar brýr að baki sér eða fengu einfaldlega þessa frábæru hugmynd og létu vaða! 

Skoðun
Fréttamynd

Húsnæðisátak Reykja­víkur á fullu skriði

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Húsnæðisátak Reykjavíkur sem við hófum snemma í vor gengur vel. Stöðuna kynntum við borgarstjóri á blaðamannafundi fyrr í dag í félagsmiðstöðinni Borgum í Grafarvogi eftir kynningu í umhverfis- og skipulagsráði í morgun.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Ás­mundar Einars barnamálaráðherra

Brynjar Bragi Einarsson skrifar

Ásmundur Einar Daðason, þú ert Mennta- og Barnamálaráðherra, þú ferð með yfirumsjón Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og þú berð þar með ábyrgð á meginhlutverkum ráðuneytisins.

Skoðun
Fréttamynd

Sjókvíeldi: að­för gegn náttúrunni

Daníel Þröstur Pálsson skrifar

Ímyndið ykkur læk á íslandi, með sínum fallegum láa gróðri kringum hann, hrossagaukur syngjandi sitt fallegasta eða kannski lóa. Maður standandi í miðjuni með sína veiðistöng í sínum vaðbuxum, fylgjandi íslenskri hefð sem hefur verið stunduð í áratugi í samlyndi við náttúruna, kynslóðum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf heppni til að fæðingar­or­lof með fjöl­bura gangi upp?

Margrét Finney Jónsdóttir skrifar

Eins og fæðingarorlof fyrir fjölburaforeldra er nú eru 12 mánuðir í fæðingarorlof og við það bætast 3 mánuðir fyrir hvert barn umfram eitt. Tvíburaforeldrar fá því samtals 15 mánuði til að skipta á milli sín og þríburaforeldrar 18 mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Árangurs­ríkur þingvetur skilar sam­fé­laginu í rétta átt

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Á Íslandi er gott að búa og hér höfum við byggt upp öflugt velferðarsamfélag; samfélag sem gefur atvinnulífi og einstaklingum súrefni til að vaxa og dafna, samhliða því að styðja við barnafjölskyldur og þá hópa sem höllum fæti standa.

Skoðun
Fréttamynd

100 ára af­mæli lýð­veldisins Ís­lands

Margrét Tryggvadóttir skrifar

Nýlega var ég í Helsinki og heimsótti þar nýja bókasafnið Oodi í miðborginni. Þangað hef ég reyndar komið áður en nú var ég í hópi sem fékk formlega leiðsögn frá safninu. Þar kom fram að safnið hafði verið afmælisgjöf til finnsku þjóðarinnar á 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2017.

Skoðun
Fréttamynd

Skerðingargildra eldra fólks

Viðar Eggertsson skrifar

Hið ár­lega upp­gjör við eldra fólk er nú komið af hálfu al­manna­trygg­inga sem bygg­ist á skatt­fram­tali árs­ins 2023. Eins og síðustu verðbólgu­ár þá kem­ur í ljós að þúsund­ir skulda Trygg­inga­stofn­un vegna of­greidds ellilíf­eyr­is síðasta ár.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er tóma­rúmið ykkar Eva Dögg

Jón Kaldal skrifar

Í síðustu viku bárust þau tíðindi að ekki yrðu greidd atkvæði um lagareldisfrumvarp VG fyrir þinglok vegna þess að fulltrúar rík­is­stjórn­arinnar náðu ekki sam­an um málið í at­vinnu­vega­nefnd. Þetta voru góðar fréttir. Sérstakt var þó að heyra formann atvinnuveganefndar tala um ágreining milli stjórnarflokkanna um „skattheimtu og gjaldtöku“. Um þessa þætti frumvarpsins hefur svo til engin umræða verið í samanburði við harða gagnrýni náttúruverndarsamtaka á fullkominn skort á vernd umhverfis og lífríkis í frumvarpinu og algjört skeytingarleysi gagnvart velferð eldisdýranna.

Skoðun
Fréttamynd

1969

Tómas A. Tómasson skrifar

Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Víða búið að brúa umönnunarbilið

Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar

Ónefndur þingmaður fór yfir samþykkt Alþingis á hækkun á þaki fæðingarorlofsgreiðslna á samfélagsmiðlum á dögunum og lauk máli sínu með því að segja að við skyldum nú “vona að sveitarfélögin fari að taka sig á og bjóða upp á leikskólapláss frá eins árs aldri”. Má með því skilja sem svo að Alþingi væri búið að gera sitt og nú væri komið að sveitarfélögunum að standa sig í stykkinu – vandinn lægi hjá þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Ósýnilegir sjúkdómar: Eva fékk ristilkrabbamein fer­tug

Eva Gunnarsdóttir skrifar

Það síðasta sem heimilislæknirinn minn í London sagði rétt áður en ég var lögð inn á Royal Free Hospital og undirgekkst tvær neyðaraðgerðir við ristilkrabbameini var hvað ég liti vel út. Eftir ár af krabbameinsmeðferð með stóma og lyfjagjöf beið mín mikið heilsufarslegt uppbyggingarstarf.

Skoðun
Fréttamynd

Dugði Írum og Dönum skammt

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mjög langur vegur er frá því að Ísland stæði jafnfætis öðrum ríkjum innan Evrópusambandsins ef til þess kæmi að landið gengi í sambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Áfengisumræða?

Benedikt S. Benediktsson skrifar

Undanfarið hafa átt sér stað endurteknar umræður um verslun með áfengi. Í þessum áfanga má segja að ÁTVR hafi slegið tóninn og ýmsir sungið með, þ. á m. stjórnmálamenn, hver með sínu nefi.

Skoðun

Björn Berg Gunnarsson

Sér­eign er ekki það sama og sér­eign

Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða.


Meira

Kristrún Frostadóttir

Varan­legt vopna­hlé og sjálf­stæð Palestína

Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni.


Meira

Ólafur Stephensen

Al­þingi slátrar jafnræðisreglunni

Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald.


Meira

Ragnar Þór Ingólfsson

Mikil­vægi Vaxtamálsins -lántakar verjist

Árið 2021 fengu Neytendasamtökin fulltingi VR til að stefna bönkunum vegna skilmála og vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum. Að mati samtakanna eru skilmálarnir óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort vaxtaákvarðanir séu réttmætar.


Meira

Konráð S. Guðjónsson

Dellu­at­hvarf Stefáns

Í átökum fólks á milli verður atburðarásin stundum furðuleg. Þegar mikið er undir skiptir miklu máli að geta sýnt fram á hvers vegna þitt sjónarmið skiptir máli. Stundum verður kappið of mikið og beinum eða óbeinum blekkingum er beitt, sem verða stundum til fyrir misskilning.


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Fjölskylduparadís Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík?

Um þessar mundir heyrast háværar raddir fjölskyldufólks sem telja samfélagið okkar ekki endurspegla veruleika þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Aðstæður þessa hóps séu síst hvetjandi til fólksfjölgunar. Þar fara umkvartanir foreldra vegna mikils skorts á dagvistunarúrræðum langhæst. Þótt löggjafinn hafi tekið af skarið nýlega og lengt lögbundinn rétt foreldra til fæðingarorlofs úr samtals níu mánuðum í tólf, hefur framlag sveitarfélaga verið æði misjafnt.


Meira

Andrés Ingi Jónsson

Heilt kjör­tíma­bil án árangurs í lofts­lags­málum

Í dag stóð Umhverfisstofnun fyrir Loftslagsdeginum í Hörpu, viðburði sem er búinn að festa sig í sessi sem árlegt tilefni til að taka stöðuna og ræða staðreyndir í kringum loftslagsmálin. Fullur salur af sérfræðingum og áhugafólki þurfti þar, líkt og undanfarin ár, að hlusta á umhverfisráðherra lýsa stöðu sem engin kannast við nema þau sem eyða flestum dögum í grænþvottaherbergjum ríkisstjórnarinnar.


Meira

Erna Bjarnadóttir

ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar

Þann 26. júní sl. samþykkti framkvæmdastjórn ESB að auka framlög til landbúnaðar í aðildarríkjunum til að koma til móts við áhrif af óhagstæðu veðurfari, hækkun framleiðslukostnaðar og fjölbreyttum markaðs- og viðskiptatengdum áskorunum.


Meira

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Vetur að vori - stuðningur eftir ó­veður

Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð.


Meira

Halla Signý Kristjánsdóttir

Brosum breitt

Fyrsti heildstæði langtímasamningurinn um þjónustu tannlækna var undirritaður í morgun milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga. Það má með sanni segja að það hafi verið nóg að gera síðasta ár hjá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við að leiða saman hópa að samningaborðinu. Nú er búið að semja við sérfræðilækna, sjúkraþjálfara og tannlækna allt með 5 ára samningum sem unnir eru í breiðri sátt. Þessi góði árangur á svo skömmum tíma er eftirtektarverður.


Meira

Gunnar Smári Egilsson

Framtíðin er í húfi

Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu.


Meira