Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Wok on-veldið falt

WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja loka fyrir um­ferð um Ráð­hús­torgið á sumrin

Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. 

Innlent
Fréttamynd

Gríska húsinu lokað

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lokaði veitingastaðnum Gríska húsinu í kjölfar aðgerða lögreglu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næði B5 aug­lýst til leigu enn og aftur

Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl.  Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunur um man­sal á Gríska húsinu

Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins.

Innlent
Fréttamynd

Frederiksen víkur fyrir Bird

Barinn Frederiksen á horni Tryggvagötu og Naustanna skellir í lás fyrir fullt og allt. Reksturinn hefur verið seldur og nýr staður tekur við á næstunni. Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, segir þreytu komna í mannskapinn eftir tíu góð ár af rekstri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fram­koman eftir flogið niður­lægjandi og meiðandi

Unnur Hrefna Jóhannsdóttir er ósátt við viðbrögð starfsfólks á veitingastað í Smáralind þar sem hún fékk flog í gærkvöldi. Unnur Hrefna segist hafa sótt staðinn reglulega um árabil og hafa fengið þar flog tvisvar áður. Aldrei hafi viðbrögðin verið eins og í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Senda fólk inn úr sólinni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga haft eftirlit með veitingastöðum og kannað sérstaklega hvort umræddir staðir hafi leyfi til útiveitinga, en pottur virðist víða brotinn í þeim efnum. Gestum veitingastaða hefur víða verið vísað inn af útisvæði veitingastaða sem ekki hafa tilskilin leyfi til veitinga utandyra.

Innlent
Fréttamynd

Kyrrstöðuverðbólga

Að kæla hagkerfið, að ná niður verðbólgu og vöxtum hefur verið verkefni Seðlabankans undanfarin ár. Leiðin til þess hefur verið að hækka stýrivexti til að þrengja að ráðstöfunarfé þeirra Íslendinga sem skulda. Stærsti hluti þessa hóps er ungt fólk og millistéttin. Ungt fólk sem nýkomið er út á fasteignamarkaðinn og skuldar stóran hluta í fasteign sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­regla sendi fólk aftur inn úr blíðunni

Gesti á Kaffibrennslunni í miðbænum var vísað inn af útisvæði staðarins eftir að í ljós kom að tilskilin leyfi til veitinga utandyra voru ekki til staðar. Lögreglumenn fóru á nokkra veitingastaði og bari niðri í bæ til að athuga hvort þeir væru með leyfi til veitingareksturs utandyra.

Innlent
Fréttamynd

Pylsu­vagninn á Sel­fossi er 40 ára í dag: Fríar pylsur og kók

Íbúar á Selfossi og næsta nágrenni þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir í dag því Pylsuvagninn býður upp á fríar pylsur og kók frá klukkan 14:00 til 16:00. Ástæðan er 40 ára afmæli pylsuvagnsins, sem hefur verið með um eitt þúsund starfsmenn í þessi 40 ára.

Innlent
Fréttamynd

Sendlar Wolt á „skammar­lega lé­legum launum“

Sviðstjóri og sérfræðingur hjá lögfræði- og vinnumarkaðsviði ASÍ segja sendlarisann Wolt slá met í ábyrgðar- og skeytingarleysi í máli tuttugu einstaklinga sem kærðir hafa verið fyrir að starfa hjá fyrirtækinu án atvinnuréttinda. Þau segja Wolt nýta sér einstaklinga í berskjaldaðri stöðu og skora á neytendur að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa sér grunsamlega ódýra þjónustu. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­bærið Wolt - Að taka allan gróðann en enga á­byrgð

Nýverið komu fram fréttir af því að um 20 af okkar berskjölduðustu systkinum hafi „gerst sek“ um brot á atvinnuréttindum útlendinga með því að sendast með mat fyrir eitthvað fyrirbæri sem heitir Wolt. Viðbrögð fyrirbærisins Wolt í kjölfarið slær líklega öll fyrri met um algjört skeytingar- og ábyrgðarleysi alþjóðlegra fyrirtækja sem leynt og ljóst byggja viðskiptamódel sitt á hagnýtingu einstaklinga í berskjaldaðri stöðu.

Skoðun