Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Beðið var eftir komu hans með mikilli eftirvæntingu og kynnti stórleikarinn Samuel L. Jackson hann svo á svið í hlutverki bandaríska erkifrændans Sam. Lífið 10.2.2025 10:16
The Smashing Pumpkins til Íslands Bandaríska hljómsveitin The Smashing Pumpkins er á leiðinni til Íslands í fyrsta skiptið. Sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst. Tónlist 10.2.2025 10:06
Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins vestanhafs, Superbowl eða Ofurskálin fer fram í kvöld. Viðburðinum fylgir mikil neysla víða um heim og hafa auglýsendur borgað tæpan milljarð fyrir þrjátíu sekúndur á skjánum. Lífið 9.2.2025 20:00
Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Käärijä fulltrúi Finnlands í Eurovision árið 2023 í Liverpool mætir á úrslit Söngvakeppninnar í ár. Þar mun hann taka lagið sem skilaði honum öðru sæti í keppninni það árið, Cha Cha Cha. Lífið 4. febrúar 2025 09:30
Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. Lífið 3. febrúar 2025 14:32
Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Ívar Örn Katrínarson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Dr. Mister, segist hafa ákveðið að verða dópisti tíu ára gamall. Hann vakti gríðarlega athygli uppúr aldamótum fyrir tónlist en einnig ýmis axarsköft. Hann segist nú á beinu brautinni. Lífið 3. febrúar 2025 10:42
Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. Lífið 3. febrúar 2025 07:15
Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. Lífið 3. febrúar 2025 06:45
„Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af. Lífið 2. febrúar 2025 12:28
Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára „Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira. Tíska og hönnun 2. febrúar 2025 07:02
Merzedes Club snýr aftur Hljómsveitin Merzedes Club mun snúa aftur eftir langt hlé í Laugardalshöll í maí. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða hluti af afmælisveislu FM95Blö. Lífið 31. janúar 2025 17:01
Þungarokkarar komast ekki til Íslands Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar. Lífið 31. janúar 2025 15:36
Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði. Lífið 31. janúar 2025 10:57
Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. Lífið 31. janúar 2025 10:33
Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin. Hún var 78 ára þegar hún lést. Talsmaður hennar hefur staðfest andlát hennar en hún lést í London. Fjölskylda hennar var með henni. Lífið 30. janúar 2025 19:59
„Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ „Þegar ég skrifa lögin þá hugsa ég alltaf: Ó, get ég deilt þessu? Á ég að sleppa því að deila þessu? Ég held að flestir lagahöfundar fari í gegnum það,“ segir stórstjarnan, listagyðjan og tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. Blaðamaður ræddi við Björk um nýjasta risaverkefni hennar, tónlistarkvikmyndina Cornucopiu, ferilinn, listina, tækninýjungar og margt fleira. Lífið 29. janúar 2025 07:01
Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Ísland mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í ár, þriðjudagskvöldið 13. maí. Dregið var um það í dag í hvaða undanúrslit keppendur landanna munu keppa í og auk þess var dregið um fyrri og seinni helming kvöldsins. Tónlist 28. janúar 2025 13:33
Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar. Lífið 27. janúar 2025 00:20
Svala slær sér upp Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera komin á fast. Nýja parið snæddi saman kvöldverð á veitingastaðnum Fjallkonunni í gærkvöldi. Lífið 26. janúar 2025 10:00
Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Hundar tónlistarmannanna og bræðranna Friðriks Dórs Jónssonar og Jóns Jónssonar, sem bættust við fjölskyldur þeirra um jólin, hafa verið nefndir Nóra og Prins. Hundarnir eru báðir af tegundinni Havanese, sem hefur verið mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks hér á landi á síðustu árum. Lífið 23. janúar 2025 17:19
Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Hafnfirska rokkhljómsveitin SIGN treður upp í Gamla bíói 23. maí í samstarfi við útvarpsstöðina X977. SIGN er eitt af stærstu nöfnum íslenskrar rokksögu og fyrsta íslenska „emo“ bandið sem sprakk út. Lífið samstarf 23. janúar 2025 13:00
Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík „Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið. Tónlist 23. janúar 2025 07:01
Meintur stuldur á borð RÚV Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist. Lífið 21. janúar 2025 13:46
Björk mætir á stóra skjáinn „Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um tónleikaferðalagið Cornucopia. Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju hennar en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan. Tónlist 21. janúar 2025 11:24