Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Látum ekki lúsmýið skemma fyrir okkur gleðina - Bitin burt

Nú þegar lúsmýið lætur á sér kræla enn á ný hefst leitin hjá mörgum að hinni fullkomnu fælu. Þegar kemur að því að fæla burt lúsmýið sem og annað mý hefur gengið hvað best að nota ilmkjarnaolíur en þær eru handhægar, ódýr og náttúrulegur kostur í þessari baráttu og jafnframt hentugar til ýmissa annara nota, t.d til að fá góðan ilm á heimilið.

Lífið samstarf


Fréttamynd

Hefði ekki trúað á­hrifunum!

Hver kannast ekki við að verða þreyttur eftir þunga máltíð? Sumir fá einnig óþægindi, uppþembu og vindverki og tengist þetta að öllum líkindum skorti á meltingarensímum í meltingarvegi. Það má segja að Anna Gréta þekki einkenni ensímskorts aðeins of vel, en hér deilir hún með okkur reynslu sinni og hvernig Digest Gold meltingarensímin breyttu öllu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Undur­fagurt og heillandi ein­býli í Mos­fells­bæ

Við Byggðarholt í Mosfellsbæ er að finna einstaklega fallegt 180 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 1977. Húsið er innréttað á sjarmerandi máta og fengið heilmikla yfirhalningu og endurbætur á síðustu árum með tilliti til hins upprunalega byggingarstíls. 

Lífið
Fréttamynd

Ungstirni gefur út sitt fyrsta lag

Menntskælingurinn, söngvarinn og leikarinn Arnaldur Halldórsson hefur gefið frá sér sitt fyrsta lag. Það heitir Tengist þér og var gefið út ásamt tónlistarmyndbandi 21. júní síðastliðinn. Arnaldur segir lagið fjalla um sígildasta viðfangsefni popplaga frá örófi alda, nefnilega ástina.

Tónlist
Fréttamynd

DJ goð­sögn stýrði trylltum dansi

Plötusnúðurinn DJ Shadow kom fram í Gamla Bíói síðastliðið fimmtudagskvöld og skemmti troðfullum sal af dansþyrstum gestum. Uppselt var á tónleikana og var plötusnúðurinn í skýjunum með kvöldið.

Tónlist
Fréttamynd

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun fékk ó­vænta heim­sókn

Stjarneðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn bandaríski Neil deGrasse Tyson heimsótti í dag jarðhitasýninguna við Hellisheiðarvirkjun. Jarðhitasýningin er eins konar fræðslusetur þar sem gestir geta lært um hvernig jarðvarmi er nýttur til að framleiða rafmagn fyrir landið og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.

Lífið
Fréttamynd

Leyfir bumbunni að njóta sín á með­göngunni

Fyrirsætan og förðunarmógúllinn Hailey Bieber er tískufyrirmynd margra en tæplega 53 milljónir fylgja henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Hailey og Justin Bieber eiginmaður hennar eiga von á barni og hefur meðgöngustíll hennar vakið mikla athygli, þar sem hún fer eigin leiðir og er ótrúlega smart.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gummi Emil grípur til sinna ráða eftir fangelsis­dóm

Einkaþjálf­ar­inn, áhrifavaldurinn og nú listamaðurinn Guðmund­ur Emil Jó­hanns­son, betur þekktur sem Gummi Emil, hefur hafið sölu á bolum með áletruninni Free Gemil eða frelsum Gemil. Hann segir ágóðann af bolasölunni fara uppi í málskostnaðinn en hann var nýverið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi.

Lífið
Fréttamynd

„Hluti af heild sem við skiljum ekki“

„Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum.

Menning
Fréttamynd

Lauf­ey ást­fangin

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er komin á fast. Sá heppni heitir Charlie Christie og vinnur hjá útgáfurisa í tónlistarbransanum í Los Angeles. 

Lífið
Fréttamynd

Magnús Geir endur­ráðinn þjóð­leik­hús­stjóri

Magnús Geir Þórðarson hefur verið endurráðinn í stöðu Þjóðleikhússtjóra og mun því áfram halda um stjórnartauma leikhússins til ársins 2030. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hann „hafi reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri“ og að starfsemi Þjóðleikhússins sé með miklum blóma um þessar mundir. Formaður Þjóðleikhúsráðs segir að Magnús kunni að láta Þjóðleikhúsið rísa undir nafni.

Menning
Fréttamynd

Féll kylli­flatur fyrir ein­lægni Taylor Swift

Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni.

Lífið
Fréttamynd

Söngvari Crazy Town látinn

Shifty Shellshock, söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, er látinn 49 ára að aldri. Söngvarinn, sem heitir Seth Binzer, lést í gær samkvæmt upplýsingum frá réttarmeinafræðingum í Los Angeles. Söngvarinn fannst látinn heima hjá sér en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök.

Lífið