Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Um 170 í­búar komnir með húsa­skjól og rýmingarsvæðum fjölgað

Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín í dag vegna aukinnar snjóflóðahættu. Íbúar hafa tekið ástandinu að æðruleysi segir verkefnastjóri hjá almannavörnum en ástandið hreyfir við mörgum í ljósi sögunnar. Rýmingarsvæðum á Seyðisfirði fjölgar í kvöld en ná að mestu yfir atvinnusvæði. 

Innlent
Fréttamynd

Varað við ísingu með um­skiptum í veðri

Hætta er á að ísing og hálka myndist á blautum vegum, sérstaklega á Suðvesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu, þegar umskipti verða í veðrinu síðdegis og í kvöld. Rigna á fram eftir degi en síðan kólna.

Innlent
Fréttamynd

Kólnar í veðri

Dálítil lægð er nú á leið norður yfir landið og fylgir henni stíf sunnanátt og rigning nú í morgunsárið. Þó má reikna með hægari vindi og slyddu eða snjókomu norðvestan- og vestantil.

Veður
Fréttamynd

Vindur nær storm­styrk á norðvestan­verðu landinu

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt í dag þar sem víða má reikna með tíu til átján metrum á sekúndu en heldur hvassari í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir taka þar gildi eftir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Holta­vörðu­heiði lokað í nótt

Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bætir í úr­komu og hiti nær tíu stigum

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu. Spáð er rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu, en að muni bæta í úrkomu síðdegis. Úrkomuminna verður á norðaustanverðu landinu.

Veður
Fréttamynd

Suð­lægur vindur og væta sunnan- og vestan­til

Landið er nú í morgunsárið á milli tveggja lægða þar sem aðra er að finna skammt suðaustur af Jan Mayen og veldur allhvassri vestanátt á norðaustanverðu landinu. Lægðin fjarlægist nú óðum og er vindur því á niðurleið.

Veður
Fréttamynd

Veðurviðvaranir um allt land vegna hvass­viðris og hláku

Allmikið lægðardrag hreyfist norðaustur yfir landið í dag og veldur suðaustanstrekkingi með rigningu og hlýindum, einkum á suðaustanverðu landinu. Veðurviðvaranir vegna hvassviðris og hláku eru í gildi um allt land og er búist við talsverðri leysingu.

Veður
Fréttamynd

Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum

Smálægð milli Íslands og Grænlands beinir hægri suðlægri átt með slydduéljum að landinu. Suður í hafi er vaxandi lægð sem hreyfist norður á bóginn og í nótt er von á allhvassri suðaustanátt með rigningu og hækkandi hita.

Veður
Fréttamynd

Víða skúrir og hlýnandi veður

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum eða skúrum. Þó má reikna með öllu hvassari vindi með rigningu eða slyddu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Ís­lendingar þurfi að huga að for­vörnum með auknum gróðri og skógi

Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst.

Erlent
Fréttamynd

Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku

Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Innlent
Fréttamynd

Bjart, kalt og hægur vindur

Hæð er nú yfir landinu og verður yfirleitt bjart, kalt og hægur vindur. Sums staðar verður þó skýjað með köflum á Vestfjörðum og við norðurströndina.

Veður