Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Á­standið er að versna“

Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða.

Erlent
Fréttamynd

Kári Stefáns­son í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar

Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að við fyrstu sýn hafi mátt lýsa aðferðum við uppsögn hans sem fantabrögðum. Það hafi hins vegar verið lygasaga sem olli brottrekstrinum. Við ræðum málið við Kára Stefánsson í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kári segist hafa verið rekinn vegna lyga­sögu

Kári Stefánsson, stofnandi og fráfarandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir aðferð móðurfyrirtækisins Amgen við starfslok sín virðast við fyrstu sýn markast af fantaskap. Gróusaga um að hann hygðist standa í vegi fyrir fullri sameiningu Amgen og Íslenskrar erfðagreiningar hafi hins vegar verið meginorsök skyndilegrar brottfarar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, boðar „nýjar og harðari“ aðgerðir á Gaza með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum. Stjórnvöld í Ísrael höfðu þegar boðað stórsókn á Gasa en ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Í myndbandi sem forsætisráðherrann birtir á samfélagsmiðlum nú síðdegis bætir hann í og segir meðal annars að íbúar Gasa verði fluttir burt „í þágu eigin öryggis.“

Erlent
Fréttamynd

Halla og Björn halda til Sví­þjóðar

Þriggja daga heimsókn Hallu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 

Innlent
Fréttamynd

Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða

Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa

Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn í Upp­sölum hand­tekinn

Maður sem talinn er hafa skotið þrjá til bana í miðborg Uppsala í Svíþjóð síðasta þriðjudag hefur verið handtekinn. Lögregla segir að grunur sé um að árásin hafi tengst erjum tveggja glæpaklíka í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Hent nauðugri út úr hryllings­húsi vegna ógreiddrar leigu

Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda.

Innlent
Fréttamynd

Komu naum­lega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bret­landi

Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran.

Erlent
Fréttamynd

Með bæði betri og fleiri vopn en síðast

Mikil spenna hefur ríkt milli Indverja og Pakistana á undanförnum dögum, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 indverska ferðamenn í Kasmír-héraði. Ráðamenn í Indlandi hafa heitið því að refsa hryðjuverkamönnum og bakhjörlum þeirra og ráðamenn í Pakistan hafa varað við því að áhlaup yfir landamærin sé væntanlegt.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að her­nema Gasaströndina

Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Segir réttarríkið standa í vegi sínum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum.

Erlent
Fréttamynd

Skallaði mann og dóna­legur við lög­reglu­þjóna

Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann sem hafði skallað annan í miðbænum. Farið var með manninn á lögreglustöð til að reyna að ræða við manninn en það gekk hins vegar ekki vegna ölvunar mannsins og dónaskaps hans í garð lögregluþjóna.

Innlent