Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Sextán manns voru drepnir í loftárás Rússa á fangelsi skammt undan vígstöðvunum í Sapórísjsjíuhéraði í nótt og 35 manns hið minnsta eru særðir. Um ræðir banvænustu loftárás Rússa í Úkraínu undanfarna mánuði. Erlent 29.7.2025 07:36
Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa gengist við því að hungursneyð ríki nú á Gasa og sent þau skilaboð til Ísraelsstjórnar að hleypa hjálpargögnum óhindrað inn á svæðið. Erlent 29.7.2025 07:02
Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. Innlent 29.7.2025 07:00
Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að fyrirhugaðir tollar Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi séu áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Segir hann málið stórmál og að fylgja þurfi málinu fast á eftir og setja mikinn þunga í hagsmunagæslu fyrir Ísland. Innlent 28.7.2025 21:40
Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Mygla kom upp í Grunnskólanum á Þórshöfn fyrr í vor. Sveitastjórnin stendur nú frammi fyrir vali um að rífa og byggja nýjan skóla á sama grunni eða reisa glænýjan skóla, en báðar lausnir kosta hundruði milljóna króna. Sveitarstjóri segir málið áfall fyrir kennslu á svæðinu. Innlent 28.7.2025 20:34
Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt. Innlent 28.7.2025 19:05
Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Bæjarráð Akraness og sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar lýsa yfir þungum áhyggjum vegna áforma Evrópusambandsins um álagningu tolla á kísiljárn frá Íslandi. Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta fyrirtæki svæðisins, Elkem á Grundartanga. Innlent 28.7.2025 18:03
Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að skýrslutaka fjölmiðarisans Rupert Murdoch fari fram eins fljótt og hægt er. Trump höfðaði mál gegn Murdoch og fjölmiðilinum Wall Street Journal eftir að dónalegt afmæliskort, undirritað af Trump, til athafnamannsins Jeffrey Epstein var birt. Erlent 28.7.2025 17:49
„Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000 biðla til ferðalanga um komandi Verslunarmannahelgi að ígrunda og sýna varkárni. Lífið sé viðkvæmt og dýrmætt sem hafa skuli í huga ferðahelgina miklu sem aðra daga. Innlent 28.7.2025 16:50
Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Glæpamenn sem rændu 56 manns í Zamfara-héraði í Nígeríu hafa tekið að minnsta kosti 35 þeirra af lífi. Það gerðu þeir þrátt fyrir að hafa fengið greitt lausnarfé fyrir fólkið. Embættismenn segja flesta hinna látnu hafa verið unga og að þeim hafi verið „slátrað eins og búfénaði“. Erlent 28.7.2025 16:40
MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Nemandi í MBA-námi við Háskóla Íslands á árunum 2020-2022 neyðist til að greiða skólanum rúmlega átta hundruð þúsund krónur. Um er að ræða hluta af skólagjöldum sem nemandinn hafði neitað að borga og borið við forsendubresti og óánægju með námið. Hann fór hörðum orðum um starfsfólk námsins og sakaði meðal annars um lygar. Innlent 28.7.2025 16:31
Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Paul Gallagher, eldri bróðir Oasis-liðanna Liams og Noels Gallagher, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur brot. Erlent 28.7.2025 16:12
Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kölluð út rétt fyrir klukkan 15 í dag vegna hjólreiðamanns sem slasaðist í grennd við Kerlingarfjöll. Innlent 28.7.2025 15:44
Árekstur í Öxnadal Tveir bílar skullu saman í Öxnadal, rétt hjá Akureyri, um klukkan þrjú í dag. Enginn er talinn hafa slasast alvarlega. Innlent 28.7.2025 15:23
Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Heimsálfur jarðarinnar hafa tapað gífurlega miklu ferskvatni og þá sérstaklega grunnvatni á undanförnum áratugum. Það á sérstaklega við þau svæði heimsins þar sem flestir búa og gæti það skapað gífurlegt vandamál fyrir mannkynið í framtíðinni. Erlent 28.7.2025 15:22
Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Lögreglan á Norðurlandi Eystra leitar að ungri stúlku sem hljóp í veg fyrir húsbíl á föstudaginn síðasta Hjalteyrargötu á Akureyri. Hún lenti á bifreiðinni og féll í götuna en hljóp svo í burt. Innlent 28.7.2025 13:42
Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB. Innlent 28.7.2025 13:35
Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Þingkona Miðflokksins sagði sig úr þingmannahópi þvert á flokka um mótun öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Hún segir hópinn til marks um sýndarmennsku ríkisstjórnar og að verið sé að fela þingmönnum að vinna stefnu sem er síðan virt að vettugi. Innlent 28.7.2025 13:25
Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hægt að gera í málum tveggja manna, sem hafa ítrekað verið teknir fyrir húsbrot, nema hlutaðeigandi eigendur kæri þá. Fólk haldi oft að ekki þurfi að aðhafast frekar en að hringja á lögreglu og kæri því ekki. Innlent 28.7.2025 13:11
Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. Erlent 28.7.2025 13:10
Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur hvatt lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn til að vera á varðbergi gagnvart mögulegum hópeitrunum af völdum virka THC í gegnum matvæli. Erlent 28.7.2025 13:05
Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Þrír eru látnir og fleiri slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporinu í suðvesturhluta Þýskalands í gær. Erlent 28.7.2025 12:10
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Innlent 28.7.2025 11:47
Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Erlent 28.7.2025 11:39