Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Brynjólfur Bjarna­son er látinn

Brynjólfur Bjarna­son forstjóri er látinn, 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur átti langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Granda, forstjóra Símans og stjórnarformanns Arion banka.

Innlent
Fréttamynd

Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“

Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki ís­lensku­mælandi

Logi Már Einarsson menningarráðherra segir það kýrskýrt að íslensk tunga eigi að vera í öndvegi í opinberri stjórnsýslu sem og annars staðar en að þjóðin verði að átta sig á því að fimmtungur hennar sé ekki íslenskumælandi. Það sé því sjálfsagt að koma til móts við þennan hóp og nota ensku þegar nauðsynlegum upplýsingum skal miðlað til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­varinn verði ör­fáar mínútur

Landris á Reykjanesskaga heldur enn áfram og kvikumagnið í kvikuhólfi undir Svartsengi aldrei verið meira. Eldfjallafræðingur segir líklegt að goshrinan á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði fyrirvarinn ekki mikill en gosið gæti verið keimlíkt fyrri gosum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verka­lýðs­fé­laga

ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til  Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar.

Innlent
Fréttamynd

Heiða Björg hættir sem for­maður SÍS

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara.

Innlent
Fréttamynd

„Með hverju eld­gosinu styttist í goslokahátíðina“

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð.

Innlent
Fréttamynd

Villa í tækja­búnaði misgreindi jarð­skjálfta

Kvikusöfnun á Reykjanesskaganum heldur áfram og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands líklegast að hún endi með eldgosi. Eldgosið gæti haftist með mjög skömmum fyrirvara. Truflun í tækjabúnaði leiddi til þess að jarðskjálftar mældust austar en þeir voru í raun.

Innlent
Fréttamynd

Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið

Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn.

Innlent
Fréttamynd

Einn af hverjum fimm Ís­lendingum með heyrnar­skerðingu

Einn af hverjum fimm Íslendingum eru með einhverja heyrnarskerðingu og er reiknað með að eftir fimm ár muni 35 þúsund Íslendinga þurfa á heyrnarþjónustu að halda. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um skipulag heyrnarþjónustu til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Sýknudómur Al­freðs Er­lings stendur

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Austurlands í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem varð eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra. Talið var sannað að hann hefði orðið hjónunum að bana en hann sýknaður vegna skorts á sakhæfi.

Innlent
Fréttamynd

Út­skrifaður af gjör­gæslu

Starfsmaður verktakafyrirtækisins Hagtaks sem hafnaði í Akraneshöfn þegar alda hrifsaði bíl í höfnina hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Forstjóri fyrirtækisins segir vonir standa til að hann nái sér að fullu en það komi í ljós á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið

Eigendur Hvítabandsins, húss við Skólavörðustíg 37, óskuðu eftir breytingu á deiliskipulagi til að rífa húsið og endurbyggja með sama útliti nema með viðbættum kjallara og nýrri útfærslum á kvistum. Skipulagsfulltrúi hafnaði þeirri ósk vegna menningarlegs, sögulegs og listræns gildis hússins.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á konu í Róm og við Ögur

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Aðra árásina framdi maðurinn í Róm á Ítalíu en hina í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi.

Innlent