Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Kristján Atli Sævarsson, sem er íbúi á Sólheimum í Grímsnesi ræður sér vart yfir kæti þessa dagana því nýi leirbrennsluofninn, sem hann safnaði fyrir í Vestfjarðagöngu sinni i sumar er komin á Sólheima. Kristján sérhæfir sig að útbúa rjúpur og uglur þar sem doppurnar hans eru aða skrautið á fuglunum. Innlent 23.8.2025 19:20
Grunur um brot gegn fleiri börnum Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni sínu til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 23.8.2025 18:54
Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu, en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar. Karlmaður sem starfaði við leikskólann situr þegar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot gegn öðru barni. Innlent 23.8.2025 18:26
Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslunar áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. Innlent 23.8.2025 11:57
Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Reiðhjólabændur bjóða í ár upp á vöktuð hjólastæði í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu á móti Þjóðleikhúsinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir þetta gert til að hvetja fólk til að koma á hjóli í bæinn í dag á Menningarnótt. Fólk þarf að koma með eigin lás. Innlent 23.8.2025 11:15
Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Jökulhlaup hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Hlaupið rennur í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir litlar breytingar á hlaupinu frá því snemma í gærkvöldi. Ekki er mikil úrkoma á svæðinu en það bætir í hana í kvöld. Veður 23.8.2025 09:50
„Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Ghislaine Maxwell, kynferðisafbrotamaður og samverkakona Jeffrey Epstein, segist aldrei hafa séð Donald Trump hegða sér ósæmilega og segir Epstein-skjölin ekki til. Þetta kemur fram í afriti sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti af viðtali sem var tekið við Maxwell í júli. Erlent 23.8.2025 09:40
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. Innlent 23.8.2025 09:32
„Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn „Beint frá býli“ dagurinn verður haldinn á morgun, sunnudaginn 24. ágúst frá 13 til 16 í hverjum landshluta. Um er að ræða fjölskylduvænan hátíðisdag þar sem neytendur geta heimsótt og kynnst lífi og starfi á lögbýli í sínum landshluta, smakkað og keypt vörur af öðrum smáframleiðendum á svæðinu og upplifað hvernig íslenskur matur verður til. Innlent 23.8.2025 08:04
Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Tveir vinir og nýstúdentar héldu í sumar vímuefnalausan viðburð þar sem ungmenni gátu skemmt sér utandyra með jafnöldrum sínum. Þeir segja viðburðinn hafa heppnast afar vel og stefna á að stækka hann á næsta ári. Innlent 23.8.2025 08:01
Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Suðvestur af Íslandi er lægð sem beinir hlýju og röku lofti til landsins. Áttin verður suðaustlæg og hvessir eftir því sem líður á daginn. Skýjað og lítilsháttar væta og hiti á bilinu tíu til sautján stig sunnan- og vestanlands fram eftir degi en í kvöld fer að rigna. Á Norður- og Austurlandi verður víðast hvar léttskýjað og hiti að 23 stigum. Veður 23.8.2025 07:47
Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Veitingastaður óskaði aðstoðar lögreglu vegna erlends ferðamanns sem neitaði að greiða reikninginn. Þegar lögregla kom á vettvang neitaði viðkomandi að framvísa gildum skilríkjum, hótaði að „kýla og drepa“ lögregluþjón og streittist verulega á móti. Innlent 23.8.2025 07:37
Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn. Innlent 22.8.2025 23:44
Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Fjöldi er látinn, þar á meðal barn, eftir að hópferðabíll með um fimmtíu farþegum valt á þjóðvegi í New York-ríki í Bandaríkjunum í dag. Erlent 22.8.2025 21:06
Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Hlaupahópurinn HHHC kom til Reykjavíkur í dag eftir að hafa hlaupið fimm maraþon á fimm dögum í jakkafötum. Þeir loka hringnum í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun og þar bætist einn sjö ára í hópinn sem ætlar að hlaupa þrjá kílómetra í jakkafötum. Innlent 22.8.2025 20:52
Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina meðvitaða um ábyrgð sína í efnahagsmálum en spáð er aukinni verðbólgu næstu mánuði. Unnið sé í aðgerðapakka í húsnæðismálum og að áherslur ríkisstjórnarinnar muni sjást í haust. Innlent 22.8.2025 20:27
„Versti tíminn, allra versti tíminn“ Íslenskur áfengisframleiðandi neyðist til að loka vefverslun sinni eftir að Íslandspóstur tilkynnti að hann muni hætta vörusendingum til Bandaríkjanna frá og með mánudeginum. Eigandi nammi.is kveðst einnig áhyggjufullur og segir breytinguna koma á versta mögulega tíma. Innlent 22.8.2025 19:32
Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Gamall þristur frá stríðsárunum, sem millilenti á Reykjavíkurflugvelli í gær til eldsneytistöku, gat ekki haldið áfram för í morgun þar sem flugvélabensín á þessa gerð flugvéla fékkst ekki. Vonast er til að bensínið verði komið í fyrramálið og hann geti þá flogið áfram. Innlent 22.8.2025 19:19
Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Veðmálasíðan Betsson fékk óvænt að auglýsa í beinni útsendingu á Rúv í kvöld þegar íslenska landsliðið í körfuknattleik keppti æfingarleik gegn Litháum, þar sem Rúv hafði keypt útsendingu frá Litháen með fastri auglýsingu. Veðmálaauglýsingar eru ólöglegar á Íslandi og íþróttastjóri Rúv segir málið óheppilegt. Slíkt muni ekki gerast aftur. Innlent 22.8.2025 19:02
Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Karlmaður á fimmtugsaldri og kona á fertugsaldri voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr í vikunni. Héraðsdómur hafði áður hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum, en Landsréttur snéri þeim úrskurði við í dag. Maðurinn, sem er fjörutíu og eins árs, er sagður góðkunningi lögreglunnar. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 22.8.2025 18:26
Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Hluti farþega sem átti bókað flug með Wizz Air frá Keflavíkur til Mílanó á Ítalíu þurfti að láta sér gólfið á hóteli í Keflavík nægja sem náttstað eftir að fluginu var frestað verulega. Innlent 22.8.2025 16:49
Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Landsréttur hefur úrskurðað karlmann á fimmtugsaldri, góðkunningja lögreglunnar, í gæsluvarðhald til 27. ágúst grunaðan um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu lögreglu þess efnis. Innlent 22.8.2025 15:43
Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. Innlent 22.8.2025 15:12
Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. Innlent 22.8.2025 14:47