Fréttir

Fréttamynd

Heitir um­fangs­mestu brott­vísunum í sögu Banda­ríkjanna

Umfangsmiklar brottvísanir útlendinga, stórfelldur niðurskurður umhverfisreglugerða, stórsókn í gervigreindarmálum, og stofnun hagræðingarráðuneytis eru meðal áforma sem Donald Trump útlistaði í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn sína í kvöld. Hann verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Reyndi að fá bólu­efni gegn Covid úr um­ferð á versta tíma

Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri.

Erlent
Fréttamynd

„Sér­stakt gleði­efni og gleður mitt hjarta“

Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri.

Innlent
Fréttamynd

„Gríðar­legt högg“ ef bannið varir til fram­búðar

Sérfræðingur í markaðsmálum segir TikTok-bannið í Bandaríkjunum mikið högg fyrir fyrirtæki sem nýta miðilinn í markaðssetningu. Milljónir notenda þessa vinsæla samfélagsmiðils í Bandaríkjunum geta ekki notað TikTok sem stendur en væntingar eru um að bannið vari ekki lengi.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu manns í rútuslysi

Hópslysaáætlun Almannavarana hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Hellisheiði. Rútan valt á hliðina rétt fyrir tíu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

TikTok bann í Banda­ríkjunum

TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. 

Erlent
Fréttamynd

Landið mest allt gult í dag

Gular viðvaranir hafa tekið gildi eða munu taka gildi seinna í dag um stærstan hluta landsins. Von er á nokkuð hvassri austan- og norðaustanátt í dag og gæti orður stormur eða rok syðst á landinu.Þá er von á úrkomu á austanverðu landinu í dag, slyddu eða snjókomu, og á hún að aukast töluvert seinnipartinn.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Vopna­hlé tekur gildi á Gasa

Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.

Erlent
Fréttamynd

„Ég hef enga hug­mynd um hvaða maður þetta er“

Grímuklæddur maður kúkaði á bíl Ragnars Þórs Egilssonar fyrir utan heimili hans á Álfhólsvegi í dag. Þetta er í fimmta skipti á tveimur árum sem skitið hefur verið á bíl hans. Hann kveðst ekki vita hver sé að verki eða hvað gangi honum til.

Innlent
Fréttamynd

„Al­gjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“

Gangverk samfélagsins myndi hætta að virka sem skyldi ef mikilvægir sæstrengir til landsins myndu rofna og því er mikilvægt þjóðaröryggismál að tryggja varnir þeirra. Þetta segir yfirmaður netöryggissveitar CERT-IS. Um tvö hundruð sérfræðingar koma saman síðar í þessum mánuði og æfa viðbrögð við rofi á sæstrengjum.

Innlent
Fréttamynd

Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað

Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir.

Erlent